Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Page 2

Eimreiðin - 01.01.1903, Page 2
2 Hann var upprunalega aðallega skipaður frjálslyndum mönnum og hélt þá fram þeirri stefnu, sem á útlendum tungum kallast ídeal- ismi, en af mörgum var kölluð »benedizka* á íslensku, eftir þeim manni, sem aðallega beittist fyrir þeirri stefnu. Samkvæmt henni vildi X-flokkurinn í stjórnarskrármálinu fá annaðhvort »alt eða ekkert«, engum umbótum taka á stjórnarfari landsins. ef þjóðin fengi ekki fylstu kröfum sínum um óháða, innlenda stjórn fram- gengt. Pegar þvi stefna Stjórnarbótarflokksins, opportúnisminn, á þinginu 1897 virtist ætla að sigra, tók hann höndum saman við þá afturhaldsmenn í þinginu, sem jafnan höfðu verið á móti allri stjórnarbót, til þess að hindra það, að málið gengi fram. Og jafn- framt sveigði hann þá þegar út af hinni ídealistisku braut sinni og bauðst til að samþykkja stjórn, sem búsett væri í Kaup- mannahöfn, ef sett væri inn í stjórnarskrána bann gegn því, aö sérmál íslands væru borin upp fyrir konung í ríkis- ráöinu. En á það atriði lagði flokkurinn þá svo mikla áherzlu, að hann neitaði að þiggja nokkrar umbætur, ef það fengist ekki. Á þinginu 1899 hafði flokkurinn aftur færst svo langt í afturhalds- áttina, að hann neitaði að ræða málið og feldi það þegjandi, án þess að setja fram neinar kröfur frá sinni hálfu eða sýna, hvaða stefnu hann nú fylgdi, nema þá: að vilja ekkert. Á þinginu 1901 var afturhaldsgrein flokksins eftir hinar nýafstöðnu kosningar orðin svo öflug, að hún réði nú lögum og lofum hjá honum, og með því hún var þá orðin hrædd um að völdin kynnu að ganga úr greipum afturhaldsliðsins, ef haldið væri fram uppteknum hætti, tók X-flokkurinn þá upp nýja stefnu, varpaði ídealismanum alveg fyrir borð, hirti nú ekki lengur um ríkisráðssetuna og færði sig svo langt inn á braut opportún- ismans, að hann bauðst til að ganga að líkum kostum og Stjórn- arbótarflokkurinn vildi sætta sig við, ef stjórnin yrði búsett á íslandi, og kallaði sig upp frá því »Heimasijórnarflokkt. fegar Stjórnarbótarflokkurinn eftir stjórnarskiftin í Danmörku hafði einnig farið fram á búsetuna í ávarpi til konungs og stjórnin tjáð sig fúsa til að ganga að henni, skopaði Heimastjórnarflokkurinn á þing- inu 1902 algerlega inn á skeið hinnar opportúnisku eða »valtýsku« stefnu, og bauðst nú til að taka því, sem fáanlegt væri, jafn- vel þó hann yrði nú að ganga þvert ofan í sjálfan sig og sæta svo hörðum kostum, að samþykkja skipun um að ráðgjafinn skyldi bera sérmál íslands upp í ríkisráðinu, þó hann áður hefði álitið, að öllu bæri að hafna, nema bann gegn ríkisráðssetunni

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.