Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Síða 3

Eimreiðin - 01.01.1903, Síða 3
3 væri sett inn í stjórnarskrána. Hann steig því nú drjúgum feti framar á braut opportúnistisku stefnunnar, en Stjórnarbótarflokkur- inn nokkru sinni hafði gert á undanförnum þingum. Opportúnisminn eða hin svonefnda »valtýska« hafði þannig algerlega sigrað, þar sem stjórnarskrármálinu var í einu hljóði ráðið til lykta á þeim grundvelli, er sú stefna miðaði að: að taka í hvert sinn þeim beztu umbótum á stjórnarfari lands- ins, sem fáanlegar væru í svipinn. Maður skyldi nú halda, að þegar svona var komið, hefðu báðir flokkarnir getað runnið saman í eina heild eða ný flokka- skipun myndast á nýjum grundvelli. En því var ekki að heilsa. Hringsól það og stefnuleysi, sem einkent hafði Heimastjórnar- flokkinn á undanförnum árum, hafði komið svo miklum ruglingi á hugsunarferil hans, að honum var alls ekki ljóst, hvílíka stefnu- breyting hann hafði gert. Hann reyndi að telja bæði sjálfum sér og öðrum trú um, að hann hefði altaf staðið fastur fyrir og aldrei vikið út af braut ídealistisku stefnunnar. Pennan mis- skilning sinn vottaði hann opinberlega og innsiglaði með því, að taka sig til í laumi og leggja krans á leiði Jóns Sigurðssonar með þeim ummælum, að hann vildi með því tákna, að hann fylgdi fram sömu stefnu og hann hefði fylgt. En nú vita allir, að stefna Jóns Sigurðssonar var einmitt ídealisminn og heróp hans: »aldrei að vikjat. En nú hafði Heimastjórnarflokkurinn algerlega yfirgefið ídealistisku stefnuna og þráfaldlega vikið og vikið, unz hann, eftir að hafa lengi látið reka á reiðanum, loks hafnaði sig með því, að varpa sér í arma »valtýskunnar« eða opportúnismans. Petta var honum auðvitað enginn vanzi í sjálfu sér. Öðru nær. En hitt var óneitanlega meiri minkun, ef hann hefir gert það í blindni, án þess að sjá sjálfur, hvert hann stefndi. Og enn meiri vansi var það flokknum, ef hann sá í rauninni sjálfur, hvar komið var, hvernig hann hafði farið algerlega í hring, en reyndi samt móti betri vitund að telja kjósendum sínum og þjóðinni trú um, að hann hefði altaf staðið fastur fyrir á skeiðvelli ídealismans. Pví að reyna að villa þjóð sinni sjónir með óeinlægni og falsi í hinu þýðingarmesta velferðarmáli hennar, verður aldrei of harð- lega átalið. Slík óráðvendni hlýtur líka fyr eða síðar að koma þeim í koll, er það gera, því altaf er svo mikið til af skynugum mönnum hjá þjóðinni, að menn sjá í gegnum brellurnar, einkum þegar af er liðinn »ídealski sviminnc. Og að því er snertir stjórn- i

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.