Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Side 4

Eimreiðin - 01.01.1903, Side 4
4 arskrármálið sérstaklega, þá er enginn vafi á því, að allir skynugir menn, sem athuga það hitalaust, hljóta að sjá, að stefnubreytingin var nauðsynleg, ef nokkur árangur átti að verða af hinni löngu baráttu. Pað var fyllilega búið að sýna sig, að þó ídealistiska stefnan væri í sjálfu sér fögur og freistandi fyrir þjóðernistilfinn- inguna, þá reyndist hún þjóðinni sem »flagð í fögru skinni«, þar sem hún árlega bakaði landinu stórtjón, en gat ekki leitt til neins árangurs, af því við ofurefli var að eiga. Peir urðu því altaf fleiri og fleiri, sem sáu, að opportúnistiska stefnan var orðin þjóðar- nauðsyn, og það var því engin ástæða til að reyna að leyna því, þegar hún hafði algerlega sigrað. En hvort sem hér hefir nú ’ einungis verið urn blindni eða óeinlægni að ræða hjá Heimastjórnarflokknum, þá varð afleiðingin sú, að flokkarnir gátu ekki runnið saman á þinginu, þó allur ágrein- ingur í því máli, sem flokkaskiftingin bygðist á, væri horfinn. Og þar sem Stjórnarbótarflokknum var ljóst, að greining í flokka eftir fortíðarpólitík einni væri svo hlægilegur afkáraskapur, að ósam- boðið væri virðingu þingsins, að láta slíkt lengi standa, þá afréð hann að beitast fyrir nýrri flokkaskipun, sem hefði aðeins fram- tíðarpólitík landsins fyrir augum. Jafnskjótt og stjórnarskrár- málið því hafði náð einróma samþykki beggja þingdeildanna, gaf hann út »ávarp til Islendinga«, þar sem hann lýsti því yfir, að tilverurétti sínum sem stjórnarbótarflokks væri nú lokið, og setti fram nýja stefnuskrá fyrir framtíðarpólitík sinni, sem hann vænti að gæti komið.á eðlilegri flokkaskipun í landinu. Par sem nú stefnuskrá hans öll gekk í framsóknaráttina, þá tók hann sér nafnið »Framsóknarflokkur*, sem hann reyndar öðruhvoru hafði kallað sig áður, einkum þegar ræða var um stefnu hans í öðrum landsmálum en stjórnarskrármálinu. Pess hefði nú mátt vænta, að svo mikill pólitiskur þroski hefði komið fram hjá hinum kjörnu fulltrúum þjóðarinnar, að allir frjáls- lyndir framsóknarmenn þingsins hefðu getað orðið ásáttir um að ganga í þennan flokk og skrifa undir stefnuskrá hans, en allir afturhaldsmenn og íhaldsmenn þingsins skipað sér í annan flokk með annarri stefnuskrá. En þetta fór á annan veg. Peir fram- sóknarmenn, sem hingað til höfðu staðið í fylkingu með aftur- haldsliðinu í Heimastjórnarflokknum, vóru nú orðnir svo flæktir í neti þess og leiðtoga þeirra, að þeir þóttust ekki geta frá þeim skilist, meðan valdaspurning sú, sem lá afturhaldsliðinu þyngst á

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.