Eimreiðin - 01.01.1903, Qupperneq 13
13
er enn rannsakað, og að þingið (1901) hafði gert alveg sérstakar
ráðstafanir til að undirbúa það. Pað var sannarlega hyggilega
gert af flokknum, að binda sig ekki við nein einskorðuð atriði
í þessu þýðingarmikla vandamáli, fyr en árangurinn af þeim undir-
búningi er kominn í ljós.
Par sem nú þessi 4 aðalmál (*r. 1, 7, 9 og 10), sem aug-
sýnilega eiga að sitja í fyrirrúmi fyrir öllum öðrum, eru jafnyfir-
gripsmikil og þau eru, þá mun mörgum virðast, að flokknum hefði
mátt nægja, að taka þau ein upp í stefnuskrá sína. Petta mundu
líka flestir pólitiskir flokkar í öðrum löndum hafa gert. En þar
er víðasthvar nokkru öðru máli að gegna, löggjöfin komin lengra
áleiðis en hér. Hjá oss er það svo margt, sem kippa þarf í lið-
inn, að ekki dugir að sinna eingöngu örfáum málum og vanrækja
önnur, unz hinum er ráðið til lykta. Pess vegna hefir Framsóknar-
flokknum fundist nauðsynlegt, að sýna afstöðu sína til margra
annarra mála, sem hann jafnframt ætli að láta sér ant um. Flest
þessara mála eru þó • þannig vaxín, að þau má styðja með sér-
stökum fjárveitingum á fjárlögunum, og að því er til hinna
tekur, sem ekki mundi unt að skipa nema með sérstakri löggjöf,
þá er meiningin sjálfsagt sú, að þau verði frekar að »bíða betri
tíma«, eða að því að eins sé unnið að þeim í bráð, að þau tefji
ekki um of fyrir þeim fjórum aðalmálum, sem mest áherzla er
lögð á.
Pað má því með sanni segja, að þessi fjögur aðalmál (nr. 1,
7, 9 og 10) séu kjarninn í stefnuskrá Framsóknarflokksins, þau
mál, sem flokkurinn framar öllum öðrum skýtur undir dómsúrskurð
íslenzkra kjósenda. Peir eiga að skera úr því, hvort þeir kjósa
heldur að styðja stefnu Framsóknarsóknarflokksins í þessum mál-
um, eða fylkja sér undir merki þeirra manna, sem fundið hafa sig
knúða til að skipa sér í annan andvígan flokk, og því hljóta að
ætla sér að fylgja fram einhverri annarri stefnu í þessum mál-
um. Um tvo andstæða flokka getur því aðeins verið að ræða, að
þeir fylgi fram mismunandi skoðunum í aðalmálum landsins. Peir,
sem ekki eru með stefnu Framsóknarflokkins, hljóta því að vera
á móti henni.