Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Qupperneq 14

Eimreiðin - 01.01.1903, Qupperneq 14
>4 III. ÁYARP HEIMASTJÓRNARFLOKKSINS. Flokkur sá, er nefnir sig »Framsóknarflokkurinn á alþingi 1902« hefir 18. þ. m. birt »ávarp til íslendinga«. í »ávarpi« þessu eru taldir upp 19 flokkar mála, er nefndur flokkur lofar að beijast fyrir á næstu 3 þingum, svo framarlega sem menn úr honum verði kosnir við væntanlegar alþingiskosningar á næsta vori. Það liggur næst að skilja »ávarpið« svo, að því sé ætlað að vera sérstök stefnuskrá þessa flokks, þannig að öll þau mál, sem þar eru talin, eigi að vera sérstök kappsmál flokksins, því að þess er látið ógetið í »ávarpinu«, að engum manni úr Heimastjórnarjiokknum, sem þó er því nær þriðjungi liðsterkari á þessu þingi, var gefinn kostur á að kynna sér pað. Vér Heimastjórnarmenn finnum nú enga ástæðu til að etja kappi um það eitt, að telja upp svo eða svo mörg mál, er vér mundum vilja styðja á næstu 3 þingum. Það er jafnan hætt við því, að þeir, sem hafa mörg járn í eldinum í einu, brenni sum og vandaminna að efna fá loforð en mörg, enda tvímælalaus reynsla fengin fyrir því, að hinn mikli fjöldi mála á þingi voru hefur spilt mjög lagasmíð vorri. En því lýsum vér jafnframt yfir, að öll þau mál, sem í »ávarpinu« standa, munu hafa fult fylgi vort á sínum tíma, enda mikill hluti þeirra átt vora menn annaðhvort sem forgöngumenn eða fylgismenn. En á næstu 3 þingurn verðum vér að takmarka oss, og velja úr þau mál, sem brýnasta nauðsyn ber til að styðja. Það, sem einkum greinir oss íslendinga frá öðrum þjóðum, er hin mikla fátækt vor, og því eiga þau málin eðlilega að skipa öndvegis- sessinn, sem líklegust eru til að bæta úr því þjóðarmeini, en það eru ATVINNUMALIN, landbúnaður, sjávarútvegur, iðnaður, verzlun og sam- göngur, enda heitum vér þeim málum sérstöku fylgi voru, um leið og vér að sjálfsögðu munum styðja hvert annað gott mál, er horfir þjóð- inni til þrifa, svo sem sérstaklega alpýðumentunarmálið. Þá munum vér og ekki sízt telja oss skylt að styðja þá stefnu, heimastjórnarstefnuna, er aðallega hefur verið flokksmál vort, verja hana árásum, hvaðan sem þær kunna að koma, og í hvaða búningi sem þær kunna að birtast. Sporið er ekki enn stigið nema til hálfs. Næsta þing á eftir að leggja fullnaðaratkvæði á frumvarp þessa þings, en það verður þó einkum hlutverk þess, að búa svo um ÁBYRGÐ hinnar fyrirhuguðu stjórnar, að þing og þjóð hafi sæmileg tök á henni. Bú- seta stjórnarinnar hér í landi er ekki ein út af fyrir sig fullnægjandi, enda höfum vér altaf, jafnhliða búsetunni, gert ráð fyrir innlendum dómstóli, landsdómi, er dæmdi gerðir stjórnarinnar eftir sérstökum ábyrgðarlögum. því munum vér, hér eftir sem hingað til, leggja fram alla krafta vora til þess, að tryggja þinginu hæfileg áhrif á stjórnina, og að öðru leyti efla pingræði svo sem mest má verða. Það er og skoðun vor, að fá beri þjóðinni eða kjörnum fulltrúum hennar (sveita- stjórnarnefndum) sem mest vald. Bæði er það eðlilegast í sjálfu sér, að þjóðin ráði sem mestu um sína hagi, og svo mundi það draga eigi alllítið úr launabyrði landssjóðs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.