Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Page 16

Eimreiðin - 01.01.1903, Page 16
l6 Pá segir næst í ávarpinu, að »engum manni úr Heima- stjórnarflokknum hafi verið gefinn kostur á að kynna sér« ávarp Framsóknarflokksins, og á með því auðsjáatilega að reyna að koma þeirri hugsun inn hjá almenningi, að þeir hafi ekki einu sintii fengið að vera með. En hér vill svo vel til, að sjálft ávarp Heima- stjórnarflokksins ber það með sér, að þetta er elcki satt. Pessi ósannindi hafa sem sé gengið svo fram af einum manni úr sjálf- um Heimastjórnarflokknum (sýslumantti Klemens Jónssyni), að hann hefir neitað, að skrifa undir þau, og vottað með undirskrift sinni á sjálft ávarpið, að sér hafi verið sýnt ávarp Framsóknarflokks- ins áður en því var útbýtt prentuðu. Par við bætist, að þar sem ávarp Framsóknarflokksins var birt 18. ágúst, en ávarp Heimastjórnarflokksins ekki fyr en heilli viku síðar (25. ágúst), þá höfðu allir þingmenn nægan tíma til að glöggva sig á stefnuskrá Framsóknarflokksins og afráða tneð sjálfum sér, hvort þeir gætu orðið henni fylgjandi. Og ekki lét Framsóknarflokkurinn á sér standa með að taka með opnum örmum á móti hverjum þeim, sem yfirgefa vildi afturhaldsliðið og hverfa að framsóknarstefnunni, því hann lýsir því yfir í ávarpi sínu, að hann muni »skoða hvern þann mann, sem að henni geti hallast, sem flokksbróður, án alls tillits til þess, hvar hann kunni að hafa staðið í fylkingu í þeirri stórpólitisku baráttu, sem áður hafi skift mönnum í flokka, en nú sé undir lok liðin og eigi því aðeins að heyra til sögu fortíðar- innar, en vera framtíð vorri og framtíðarpólitík óviðkomandi«. Auk þessa skal þess getið, að oss er fullkunnugt um, að bæði áður og eftir að stefnuskrá Framsóknarflokksins var samin vóru gerðar margar og ítrekaðar tilraunir til þess, að fá þá menn í Heimastjórnarflokknum, sem hingað til hafa verið skoðaðir sem framsóknarmenn, til að taka höndum saman við hina aðra fram- sóknarmenn þingsins og mynda öflugan framfaraflokk á þeim grundvelli, er þeim gæti komið saman um. En allar þessar til- raunir reyndust árangurslausar, strönduðu allar á því, að þessir »framsóknar«-herrar Heimastjórnarflokksins þóttust ómögulega geta við afturhaldsliðið skilið, fyr en valdaspurningin væri útkljáð(!). Hún var í þeirra augum miklu meira virði en hagsmunir lands- manna. Pá segir Heimastjórnarflokkurinn í ávarpi sínu, að hann »finni enga ástæðu til að telja upp svo eða svo mörg mál, er hann mundi vilja styðja, því vandaminna sé að efna fá loforð en mörg«.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.