Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Page 20

Eimreiðin - 01.01.1903, Page 20
20 henni ætlar flokkurinn að helga »alla krafta sína«, og þá verður auðvitað ekki mikið eftir handa atvinnumálunum og mentamálun- um, hvað þá heldur öðru. Pað er nú ekki gott að segja, hvort hér er frekar að ræða um friðþægingarfórn frá hinum frjálslyndari mönnum Heimastjórnar- flokksins fyrir fráhvarf þeirra frá ídealismanum, eða aðeins brellu frá afturhaldsliði flokksins, til þess að hindra, að ofmikið verði unnið að þeim framfaramálum landsins, sem hingað til hafa verið látin sitja á hakanum. En hvort sem heldur er, þá virðist það auðsætt, að ef nú á, á sama þinginu og lagt er fullnaðaratkvæði á stjórnarskrármálið, að leggja út í nýjan stórpólitiskan leiðangur, þá verður ekki mikill tími til að sinna atvinnumálum landsins og öðrum löggjafarumbótum, sem oss bráðliggur á. Ábyrgðarlög eru sem sé vandasöm lög, sem vel verður að ræða og athuga, og mjög hætt við, að þinginu sé ofvaxið að setja, svo vel fari, án aðstoðar stjórnarinnar. Að minsta kosti vitum vér eigi af neinum þeim manni í Heimastjórnarflokknum, sem treystandi sé til að semja slík lög. Danir eiga meira mannval á þingi en vér, og þó hafa þeir ekki viljað ráðast í að semja sér ábyrgðarlög án að- stoðar stjórnarinnar. Nú fyrst, þegar þeir hafa fengið frjálslynda stjórn, eru þeir farnir að ýta undir hana með að undirbúa frumvarp til ábyrgðarlaga, þegar hún fái tíma til. En ekki eru þeir bráð- látari en svo, að þeir hafa tekið það fram, að önnur nauðsynja- mál, svo sem atvinnumálin, skatta- og mentamál o. s. frv., verði þó að sitja í fyrirrúmi. Skyldi það nú vera nokkurt óráð fyrir okkar veikburða og fáliðaöa þing að fara að dæmum þeirra í þessu efni. fað er heldur ekki hundrað í hættunni, þó þessu væri frestað um nokkur ár, því enginn mun geta annað sagt, en að þingræði voru sé nú orðið sæmilega borgið með hinum nýju stjórnarskrárákvæðum, og samkvæmt þeim má líka fá ráðgjafann dæmdan fyrir hverja einustu stjórnarathöfn, sem bakar honum ábyrgð. Pað má mikið vera, ef íslenzkir kjósendur þykjast nú ekki vera búnir að fá nóg af stórpólitíkinni í bráð, svo að þeim finnist réttara að láta hana hvíla sig um stund, og sameina heldur alla krafta þings og þjóðar um að vinna að öðrum nauðsynlegum fram- faramálum. í’etta hefir Framsóknarflokkurinn viljað gera, og er honum þó varla síður ant um ábyrgðarlögin en Heimastjórnar- flokknum. Einna dásamlegast í öllu ávarpinu eru þó orð Heimastjórnar-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.