Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Page 21

Eimreiðin - 01.01.1903, Page 21
21 ílokksins um bankamálið. Hann segist »muni láta sér ant um vöxt og viðhald Landsbankans, án þess hann þó vilji amast við löglegum keppinaut hans, Hlutabankanum fyrirhugaða«. Það má mikið vera, ef margir hafa ekki rekið upp stór augu, er þeir lásu þetta. Pví hér er sannarlega eins og verið sé að leika »kómedíu«. Á þinginu 1902 tekur Heimastjórnarflokkurinn að sér aðalstjórn Hlutabankans, með því að skipa sínum mönnum einum (og þar á meðal aðalforingja sínum) í yfirstjórn hans, bankaráðið. Og svo lýsir flokkurinn því yfir, að hann ætli sér að rækja þessa ráðsmensku sína með svo mikilli trúmensku, að hann ætli sér einkum að láta sér ant um vöxt og viðhald — ekki hans sjálfs — heldur keppinauts hans. En um bankann, sem hann hefir tekið að sér að stjórna, ætlar hann ekkert að hirða, að eins að vera svo náðugur, að »amast« ekki við honum. t’að væri sannarlega tilhlökkunarefni, að fá slíka ráðsmenn fyrir mörgum opinberum stofnunum. IV. SAMANBURÐUR. NIÐURLAG. Beri maður nú saman þessi tvö ávörp þingflokkanna, verða einkenni þeirra harla ólík. Framsóknarflokkur’inn lýsir því yfir, að hann álíti hinum stórpólitiska ófriði lokið og að framtíðarpólitíkin eigi að stefna að því, »að vinna saman að verklegum framförum til sameiginlegrar farsældar fyrir land og lýð«. Og jafnframt setur hann fram skýra stefnuskrá, sem í öllum greinum afdráttarlaust gengur í framsóknar- áttina. Og i þeim málum, er hann telur vera aðalmálin, er sitja eigi í fyrirrúmi fyrir öðrum, án þess að hin séu þó með öllu van- rækt, gerir hann svo ljósa grein fyrir skoðun sinni, að enginn getur verið í minsta vafa um, á hvern hátt hann vill ráða málun- um til lykta. Og svo klykkir hann út með því, að heita »hverri þeirri landsstjórn fylgi sínu, sem réttlát sé og heiðarleg og vinna vilji landinu gagn á þeinýgrundvelli, sem markaður sé með stefnu- skránni«. Hann virðir það þannig að vettugi, hvort völdin lendi í höndum þess eða þess manns, ef hann að eins sé heiðarlegur og stefni í framsóknaráttina. Málin og meðferð þeirra er hon- um fyrir öllu. Heimastjórnarflokkurinn aftur á móti lýsir því yfir, að

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.