Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Page 23

Eimreiðin - 01.01.1903, Page 23
23 pólitiskum þroska og skilningi, sem slík hugsun ber vott um. Pví ekki dettur mönnunum í hug, að hinir frjálslyndu Vinstriráðgjafar mundu hafa ógeð á að taka jafn-mislitan sauð, eins og gamlan aflóga útigangsgemsa úr estrúpsku hjörðinni sælu, upp í sinn hóp. Nú, en þeir, sem sjálfir hafa jafnlítið af pólitiskum þroska, eiga náttúrlega bágt með að gera sér hann skiljanlegan hjá öðrum.1 Pá er það eitt enn, sem skilur flokkana. Framsóknarflokkur- inn segir skýrt og skorinort hvað hann vill, tekur sér nafn í fullu samræmi við stefnuskrá sína og gerir engar tilraunir til að kitla þjóðernistilfinningar almúgans. Heimastjórnarflokkurinn aftur á móti kemur með eintóma vafninga viðvíkjandi stefnu sinni, og siglir, að því er nafn sitt snertir, undir fölsku flaggi. Ollum hlýtur að vera ljóst, að Heimastjórnar-nafnið getur ómögulega átt við framtíðarpólitík vora, og meiningin með að halda því, getur því engin önnur verið en sú, að reyna að kitla með því eyru þeirra manna, sem jafnan hlaupa helzt eftir því, sem þeim finst eitthvert »þjóðlegt« bragð að. þetta er raunar í fullu samræmi við aðferð flokksins að undanförnu og reyndar allra afturhaldsflokka. Flest- um, sem fylgt hafa með í dönskum blöðum að undanförnu, mun minnisstætt, hvernig Hægrimennirnir dönsku (»Patenl-Patnoterne«, sem þeir Brandes og Horup kölluðu þá) þóttust vera hinir einu sönnu föðurlandsvinir og standa á verði til að verja alt »þjóðlegt« og danskt á móti Vinstrimönnunum (Evrópeunumi., sem þeir kölluðu svo), er væru eintómir landráðamenn. Og hafa ekki blöð Heima- stjórnarflokksins ótæpt beitt hinu sama gegn framsóknarmönnun- um íslenzku og með því greinilega svarið sig í ættina? Hjá þeim hafa »Heimastjórnarmennirnir« einir verið sannir ættjarðarvinir, en hinir eintómir landráðamenn, sem hafa viljað útrýma öllu »þjóð- legu«. Ættjarðárástin er áyalt lofsverð og fögur, en það er meira varið í, að hún komi fram í verkinu en í eintómu orðaglamri. l’að er líka lofsvert að vernda það, sem þjóðlegt er í hverju landi, en þó því að eins, að það sé gott og eitthvað í það varið. En það má líka misbrúka orðið »þjóðlegur« og önnur lík orð svo, að menn væmi við þeim. Hvað segja menn t. d. um annað eins og það, 1 Síðar hefir því verið fleygt, að ef flokknum ekki takist að fá í stjórnarsætið sannreyndan afturhaldsmann, þá vilji hann að minsta kosti fá í það mann, sem fengið hafi þolanlegt uppeldi á skrifstofu afturhaldsstjórnar og viðunandi æfingu í að gera tillögur um staðfestingarsynjanir á lögum. Um að ge-a að gamla skrifstofu- valdið haldist óbreytt.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.