Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Síða 28

Eimreiðin - 01.01.1903, Síða 28
28 En það er í rauninni óþarft að leita svona langt aftur í tím- ann, því á öllum öldum má benda á stórmenni, sem að þessu leyti hafa verið samrar skoðunar og Grikkir. Einn af þeirn mönn- um er Lúther. Hann taldi tónlistina styyka og örugga stoð í trúarbaráttunni og áleit, að hún hefði bæði siðbætandi og uppal- andi áhrif; hann skoðaði hana andlegt afl, sem ræki djöfulinn á flótta, af því hann gæti ekki heyrt söng. Og vér höfum sjálfsagt flestallir orðið varir við eða tekið eftir þeim áhrifum, sem fagur söngur hefir á menn, og margir af hinum háttvirtu lesendum eiga sjálfsagt söngnum að þakka sum- ar af ánægjusömustu og minnisstæðustu stundum lífs síns. fau byrja snemma þessi áhrif. Pegar barnið grætur og er órótt í vöggunni, fer móðirin að syngja, til að hugga það. Smátt og smátt hættir það að gráta, óróinn hverfur og á barnið fellur einhver undraværð. Prófessor Heffding segir í »Siðfræði« sinni á einum stað (bls. 291): »1 fyrsta lagi er barnæskan sjálfstætt og einkennilegt lífstímabil og lífsmynd með sérstök kjör og eigin rétt á ser . . . Pað ríður mest á því, að barnið fái leyfi og hjálp (því hennar getur það þurft) til að vera barn , . . . Með því safnar það líkamlegum og andlegum kröftum til þroska og framfara. — Og þar næst ríður á því, að það starf, sem heimtað er af barn- inu, sé, að svo miklu leyti sem hægt er, sjálfs þess verknaður, svo að það finni til gleði af að nota eigin krafta. — Sé þessum skilyrðum fullnægt, þá er þar með ráðið úr því úrlausnarefni (pro- blem): að fara með barnæskuna sem sjálfstætt einkennilegt lífs- tímabil og gera hana þó að undirbúningstíma undir eftirfarandi lífdaga*. Hvorttveggja gerir sönglistin, að því leyti sem hún vek- ur einlæga, saklausa gleði í barnssálinni, varpar bjartari og hreinni litum á tilveruna og lætur barnið verða fyrir góðum áhrifum, og sjálft taka þátt í þeim verknaði, sem hefir bætandi og göfgandi áhrif á yngri og eldri, og glæðir tilfinningar þeirra fyrir öllu því, sem fagurt er. Pegar ég hugsa um alþýðubörnin á Islandi, þá getur mér ekki annað fundist, en að þau fari svo margs á mis, svo margra gæða, bæði andlegra og líkamlegra, að þeir, sem um uppeldi þeirra eiga að sjá beinlínis eða óbeinlínis, hljóti að hafa svarta samvizku, ef þeir láta nokkur ráð ónotuð, sem bætt gætu úr þessu á nokkurn hátt. Sönglistin er eitt af þessum ráðum. Pess vegna er það skylda þeirra, sem ráða kenslumálum, að sýna sönglistinni

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.