Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Side 30

Eimreiðin - 01.01.1903, Side 30
30 eigum sjálfir hlut af því andans afli, sem bjó svo dásamlega íag- urt til.« Ef vér ættum það ekki, þá mundi »mál listamannsins* fara fyrir ofan garð og neðan. »Pú líkist þeim, sem þú skilur«. Listfegurðin kemur mönnum til að kannast við sjálfa sig, finna til hins góða og fagra, sem býr í þeirra eigin brjósti. ?ar er aðal- atriðisins og aðalorsakarinnar að leita til þeirrá siðferðisbóta, sem listirnar hafa í för með sér. —fað sem hér er sagt um listir yfir- leitt, á auðvitað eins við tónlistina sérstaklega, og það því fremur sem áhrif hennar eru ríkari og ná til fleiri manna en áhrif flestra annarra lista. Menn segja oft, að tónlistin verki að eins og geti ekki verk- að á annað en tilfinningar mannsins. Petta er rangt. Auðvitað stendur hún í nánu sambandi við tilfinningalífið, en með því er engan veginn sagt, að gildi hennar og fagurfræðisleg ('œstetisk) þýðing sé komin undir þessu sambandi. þegar ég lít á einhvern hlut, þá geri ég mér grein fyrir honum og dæmi um hann, auð- vitað svo fljótt oft og einatt, að mér er óljóst, á hverju ég byggi dóminn. Pegar ég heyri lag spilað eða sungið, fer alveg á sömu leið. Eg hlýði ekki umhugsunarlaust á hljóminn; ég geri mér grein fyrir sambandi tónanna, hverjum einstökum parti og heild lagsins, ég geri mér far um að fylgjast með hugsjónum tónskálds- ins, eins og þær koma fram í ljóðum hans. í*ess vegna þreytist ég af að hlýða á söng og hljóðfæraslátt, einkum ef hann er flók- inn og margbrotinn. Pað er andleg áreynsla. Nei, það er svo langt frá því, að hann verki á tilfinningalífið eingöngu, að það má með meira rétti segja, að hann verki á hugsjónalífið í fyrsta lagi, á tilfinningalífið í öðru lagi. —- Að dæma gildi tónhljóða eftir tómri tilfinningu, eins og sumir virðast álíta að rétt sé, nær engri átt. Pað hlýtur hver maður að sjá, sem vill sjá það. I fyrsta lagi verður það aldrei álitinn óyggjandi dómur, sem bygður er á tilfinningu manna, — mörg af mestu listaverkum heimsins í mál- aralist og myndasmíði hneyksla tilfinningar tjölda fólks —, og í öðru lagi sýnir sagan ljóslega, hvernig tilfinningarnar hlaupa með menn í gönur í þessu eins og öðru. Eg læt mér nægja að benda á þær viðtökur, sem snildarljóð Mózarts urðu fyrir og síðar Beethowens. Verkanir sönglistarinnar eða tónlistarinnar á hugsjónalífið geta aldrei orðið nema góðar, af því hún lýsir engu með ákveðnum hugtökum; þau á hún ekki til í eigu sinni. Begar talað er um

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.