Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Side 32

Eimreiðin - 01.01.1903, Side 32
32 á landi og þjóð. í því sambandi leyfi ég mér að tilfæra orð merks kennara í Svíþjóð. Hann segir svo: »Til þess að vekja ást manna á ættjörð þeirra, ekki að eins á moldinni, sem þeir troða undir fótum, heldur á öllu göfugu og mikilfenglegu, bæði í hefð, sögu, náttúru og listum, til þess verða þeir að læra að lesa og syngja um það«. Eg þori að fullyrða það, að fallega sung- in ættjarðarkvæði eru eitt af því, sem vekur einna heitasta og innilegasta ættjarðarást í brjóstum manna. »Viður forna sigur- söngva sofna Póllands börn«, segir skáldið. Pegar móðirin syng- ur þá við vöggu barnsins síns, þá sáir hún sæði, sem hlýtur að bera ávexti til blessunar landi og lýð. Pegar Finnar heyrðu þjóð- söng sinn (»Vort föðurland, vort fósturland«) sunginn í fyrsta sinni, þá er sagt, að tár hafi komið á hvers manns auga. Eg vildi óska þess, að við Islendingar ættum þjóðlög eða þjóðsöngva eins og þeir, sem væru okkar eigin eign, blóð af okkar blóði, sem hefðu slíkan töframátt, til að »læsa sig gegnum líf og sál« á hverjum góðum íslendingi. Fleiri ástæður en nú eru taldar, má færa sönglistinni til gild- is. Eg ætla þó að eins að minnast á eitt atriði enn þá, sem að mínum dómi mælir með því, að hún sé gerð að námsgrein í hverjum almennum mentaskóla og sérstaklega í barnaskólum. Eins og kunnugt er, tók söfnuðurinn engan þátt í kirkjusöngnum fram að siðabót. Æfðir söngvarar sungu kyrie, gloria og credo á latínu, en söfnuðurinn þagði. Eftir siðabót byrjar safnaðar- söngurinn, og má því að þessu leyti telja Lúther höfund hins nú- verandi kirkjusöngs. Sá söngur hefir óneitanlega sína galla, að minsta kosti frá söngmanns sjónarmiði skoðað. Pegar allur söfn- uðurinn syngur, fjöldi fólks, hver með sínu nefi. þá fer ekki hjá því, eins og nú er ástatt, að söngurinn verði ljótur. Peir, sem kirkju sækja, eru ekki allir svo lagvissir eða raddgóðir, að nokk- ur mynd verði á þeim söng, þar sem hver kyrjar í kapp við annan; enda þarf ekki annað en koma í hverja lúti.erska kirkju sem vera skal, til að sannfærast um þetta. Einn fer upp þegar annar fer niður, einn byrjar um leið og annar endar, að þeim hörmungar óhljóðum ógleymdum, sem heyra má þar innan um og saman við. Eg játa það hreinskilnislega, að ég hef oft hneyksl- ast á því »holtaþokuvæli« í guðs húsi. Kirkjusöngurinn er svo bágborinn víðast hvar, að það væri full þörf á að koma einhverju lagi á hann, ef hægt væri. Finst mér, að það ætti að vera áhuga-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.