Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Síða 34

Eimreiðin - 01.01.1903, Síða 34
/ 34 eða ötufæra hesta, til þess að etja þeim og reyna afl þeirra og áræði. Oft höfðu þó þeir, sem áttu framúrskarandi víghesta af góðu kyni, fyrir fram komið sér saman um að etja ákveðnum hestum saman, til að sjá, hver beztan ætti hestinn. t’ví þá þótti það ekki minni sómi, að vera eigandi að hesti, sem sigrað hafði í mörgum hestavígum, en það nú þykir í útlöndum að eiga frá- bæran veöhlaupahest. Víghestar vóru líka í miklu hærra verði en aðrir hestar. Peir vóru metfé, en verð á öðrum hestum var lögákveðið. Sala á hestum af ágætu kyni, sem búið var að fá orð á sig, var svo ábatasöm, að sumir höfðu það fyrir atvinnu að ala upp góða víg- hesta og græddist drjúgum fé á því. Annars hafði hér um bil hver bóndi, sem var nokkurn veginn efnum búinn, sitt eigið stóð, og væri hesturinn af góðu kyni, létu menn sér jafnan mjög ant um að halda stóði sínu þannig til haga, að það ekki kæmi saman við önnur hross, svo síður væri hætt við að kynið blandaðist. Samkvæmt fornlögum Dana áttu að minsta kosti 12 hross að vera í hverju stóði. Á íslandi er og getið um 12 hryssur í einu stóði; en það er undantekning. I stóðum þeim, sem talað er um í íslenzku sögunum, eru vanalega 1 hestur og 3—4 hryssur. Mest þótti var varið í, að öll hrossin í hverju stóði hefðu sama lit, eða þá að minsta kosti að hesturinn hefði einn lit og allar hryssurnár annan. Einlitir hestar þóttu fegri en skjóttir eða mislitir. Peir, sem áttu fallega stóðhesta, lögðu það í vanda sinn, jafnvel þótt höfðingjar væru, að ganga sjálfir út í hagann til að skoða þá, og skemtu menn sér þá oft við að leika sér að hestunum með margs konar gælum, klappa þeim, strjúka þá og jafna fax þeirra með inanskærum, sem menn höfðu hangandi við belti sér. Sumir virðast jafnvel hafa gamnað sér með að flétta fax hestanna og ennistopp og skreyta fléttingana með silfur- eða gullsnúrum (búa gullhlöctum). Og til þessa eiga máske hestanöfnin Gullfaxi, Gulltoppur og Silfrintoppur rót sína að rekja (sbr. Skin- faxi). Par sem svo mikið þótti varið í að eiga hugaða víghesta, gátu menn naumast gefið vini sínum kærkomnari gjöf en slíkan liest, enda eru þess ótal dæmi í sögunum, að menn gáfu öðrum víghesta og stundum heil stóð. Pess er og stundum getið, að íslenzkir víghestar vóru sendir norskum höfðingjum og jafnveL sjálfum konunginum að gjöf.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.