Eimreiðin - 01.01.1903, Qupperneq 48
48
3) Her Rússa hafði undir forustu Buxhöwdens hershöfðingja, farið yíir landa-
mæri Finna 21. febr. 1808.
4) Arás Svía á Noreg var hnekt af Kristjáni prinsi af Slésvík-Holstein. Urðu
Svíar afturreka og voru þegar um lok júnímánaðar 1808 alfarnir aftur úr Noregi.
Frásögnin um mannfall þeirra er nokkuð orðum aukin.
5) Herflokkur Bernadottes kom til Danmerkur í marzmánuði 1808 og var hann
alls um 33000 manna: Frakkar, Spánverjar og Hollendingar.
6) Danir lögðu mikið á sig og gerðu sitt ýtrasta til að bæta úr því mikla
tjóni, sem Englendingar höfðu gert þeim í september 1807, er þeir tóku af þeim
allan herskipaflota þeirra. En jafn-tilfinnanlegt, eins og bréfritarinn ætlar, hefir þó
tjón það sjálfsagt ekki verið, sem Englendingar hafa beðið af árásum fáeinna
danskra skipa.
7) Les: Hafnarfjörð.
8) Hin enska hjálparsveit, 1000 manna, flestir frá Hannóver, sem stóð undir
forustu John Moore’s, er árið eftir féll við Corunna, sté yfir höfuð aldrei fæti á land
í Svíþjóð, heldur fór erindisleysu eina og sneri aftur til Englands, eftir að hún hafði
legið 46 daga á höfninni í Gautaborg og — bæði yfirmenn og undirmenn — stytt
sér stundir við dorgveiðar. Gustaf IV. krafðist þess, að þessi enska sveit skyldi
hlíta sinni forustu og varnaði henni landgöngu. En Moore hershöfðingi neitaði
kröfu konungs og hafnaði öllum tillögum hans og fyrirætlunum um hernaðinn, eigi
að eins þeirri uppástungu, að hin enska sveit skyldi fara til Finnlands. Hinn 3. júií
1808 sigldi enski flutningsflotinn heim aftur,
9) Frásögn hins ótrauða Jörgensens um ástandið á Spáni er bæði nokkuð mál-
um blönduð og ekki nema hálfsögð. Uppreistin í Madiid (í marz 1808) beindist
gegn hinum þjóðhataða gæðingi drotningarinnar, friðarfurstanum Godoy. Karl IV.
sagði af sér og fékk syni sínum Ferdínand völdin í hendur, Þess er látið ógetið,
að þeir feðgar voru í maí 1808 í Bayonne neyddir til að afsala sér rétti til ríkis-
stjórnar á Spáni. Ferdínand átti eugan beinan þátt í því, að Spánverjar hófust
handa. það var heldur ekki hann, heldur fulltrúi hinnar æðstu »Júntu«,sem gerði
bandalag við England. Af hinum blóðugu fórnum, sem hatur Spánverja heimtaði
eða gangi hernaðarins fær biskupinn engar áreiðanlegar fregnir. Napóleon kom til
vSpánar í nóv. 1808. Það, sem sagt er um liðsfjölda Frakka, eru hóflausar ýkjur.
Godoy hafði að vísu stungið upp á því við konungsættina, að hún skyldi hlaupast
á brott til Suður-Ameríku, og einmitt það, að menn komust á snoðir um slíkt ráða-
brugg, átti eigi alllítinn þátt í marz-uppreistinni. í*ó voru aldrei gerðar neinar al-
varlegar ráðstafanir til að koma þessari útför eða landflótta í kring. fegar Frakk-
ar undir forustu Júnós réðust inn í Portúgal, hélt ríkisstjórinn þar (»Prints-Regen-
ten«), samkvæmt ráðum enska sendiherrans Strangfords lávarðar, með alla konungs-
ættina og hirðina til Brasilíu (7. nóv. 1807).
10) Um fráfall hinna spænsku hersveita í Danmörku, sem undir forustu markí-
ans de la Romana tókst í ágústmánuði að sleppa burt á ensk skip (um 9000
manna), virðist Jörgensen ekkert hafa getið í frásögu sinni.
Rudolf Meissner.