Eimreiðin - 01.01.1903, Page 50
5°
Saga Gústafs Berlings.1
Eftir SELMA LAGERLÖF.
I. PRESTURINN.
Loksins var presturinn stiginn í stólinn.
Söfnuðurinn leit upp. Já, já, þarna var hann þá kominn. Pað
átti ekki að verða messufall þennan sunnudaginn, eins og þann
slðastliðna og svo marga sunnudaga þar á undan.
Presturinn var ungur, hár, grannvaxinn og hinn fríðasti sýnum.
Hefði hjálmur verið spentur á höfuð honum, sverð gyrt við hlið
hans og brynju steypt yfir hann, þá hefði mátt höggva hann úr
marmara og kalla líkneskjuna eftir hinum fegursta Aþenumanni.
Presturinn hafði skáldsins djúpu augu, hershöfðingjans ein-
beittu, ávölu höku, alt var hjá honum fagurt, snyrtilegt talandi,
þrungið af snild og andlegu fjöri.
Fólkið í kirkjunni varð snortið af undarlegri lotningu af að
sjá hann svona. Pað hafði'fremur átt því að venjast, að hann
kæmi slagandi frá veitingahúsinu með góðglöðum félögum, svo
sem Beerenkreutz, ofurstanum með þykka, hvíta yfirskeggið, og
sterka kapteininum, honum Kristjáni Berg.
Hann hafði drukkið svo óstjórnlega, að hann hafði ekki vik-
um saman getað gegnt embætti sínu, og söfnuðurinn hafði neyðst
til að kæra hann, fyrst fyrir prófasti hans, svo fyrir biskupi og
dómráðinu. Nú var biskupinn kominn þar í sóknina til að hegna
og vísítera. Hann sat í kórnumfmeð gullkross á brjóstinu, og
prestar og prófastar úr nágrennasóknunum sátu kringum hann.
Pað var enginn efi á því, að presturinn hafði í hegðan sinni
farið lengra en góðu hófi gegndi.
Á þeim tímum, nálægt 1820, voru menn umburðarlyndir að
því er drykkjuskap snerti; en þessi maður hafði vanrækt embætti
sitt sökum drykkjuskapar, og nú átti hann að missa það.
Hann stóð í stólnum og beið meðan verið var að enda við
seinasta versið.
1 Pessi saga, sem fengið hefir allmikið orð á sig, er alls 38 þættir. En hér
eru aðeins þýddir tveir fyrstu þættirnir sem sýnishorn. EIMREIÐIN hefir ekki rúm
fyrir meira.