Eimreiðin - 01.01.1903, Page 51
5i
Hann sannfærðist um það, meðan hann stóð þar, að hann
ætti eintóma fjandmenn í kirkjuntii, fjandmenn í hverjum bekk.
Meðal herramannsfólksins í kórnum, meðal bændanna utar í kirkj-
unni, meðal fermingarbarnanna voru fjandmenn, eintómir fjand-
menn. Pað var fjandmaður hans, sem tróð orgelið, fjandmaður,
sém lék á það. Allir hötuðu hann, alt frá ungbörnunum, sem
borin voru inn í kirkjuna, upp að meðhjálparanum, sem var fattur
og reigingslegur hermaður, er hafði verið með í orustunni við
Leipzig.
Presturinn hefði getað fallið á kné og beðið þá líknar.
En á næsta augnabliki fyltist hann þungrar reiði. Hann mintist
nú, hvernig hann hefði verið, þegar hann fyrir ári síðan sté í
þennan prédikunarstól í .fyrsta sinn. Hann var ámælislaus maður
þá, og nú stóð hann þarna og horfði niður á manninn með gull-
krossinn um hálsinn, sem var kominn þangað til að dæma hann.
Meðan hann las inngangsbænina streymdi hver blóðaldan á fætur
annarri upp í andlit hans. Pað var reiðin.
Satt var það að vísu, að hann hefði drukkið; en hver hefði
rétt til að dæma hann fyrir það? Hefði nokkur séð prestssetrið,
þar sem hann átti að búa? Greniskógurinn óx dimmur og drunga-
legur fast upp að glugganum. Rakinn streymdi inn í gegnum
svart þakið og grautfúna veggina. Purfti þá ekld brennivín til að
hressa hugann, þegar regnið eða hríðin æddi inn gegnum brotnar
rúður, þegar niðurnídd jörðin gaf ekki nægilegt brauð til að bægja
hungrinu burtu.
Honum fanst, að hann hefði einmitt verið prestur við þeirra hæfi.
Því þeir drukku allir saman. Hversvegna átti hann einn að halda
sér í skefjum. Maðurinn, sem hafði verið að jarða konu sína,
drakk sig fullan í erfinu; faðirinn, sem hafði látið skíra barn sitt, hélt
drykkjuveizlu á eftir. Messufólkið drakk á heimleiðinni frá kirkj-
unni, svo að flestir voru fullir, þegar þeir komu heim. Pað var
fullgott fyrir þá að hafa drykkfeldan prest.
Pað var á embættisferðunum, þegar hann í þunnu kápunni
sinni ók margar mílur vegar yfir íslögð vötnin, þar sem allir sval-
vindar áttu sér mót, það var, þegar hann var að hrekjast um á
þessum sömu vötnum á báti í stormi og hellirigningum, það var,
þegar hann í hríðunum varð að stíga af sleðanum og ryðja hest-
inum braut gegnum snjóskaflana háa sem hús, eða þegár hann
4'