Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Page 52

Eimreiðin - 01.01.1903, Page 52
52 öslaði gegnum flárnar í skógunum, — það var á slíku ferðalagi, að honum hafði lærst að elska brennivínið. Dagar ársins höfðu mjakast áfram, langir og leiðinlegir. Bændur og herramenn höfðu gengið með allar hugsanir sínar fjötraðar við dust jarðarinnar; en á kveldin höfðu sálirnar varpað af sér fjötrunum, —- brennivínið leysti þá. Andagiftin kom, þeim hlýnaði um hjartaræturnar, lífið varð ljómandi, söngurinn tók að hljóma, rósirnar að ilma. Veitingastofan í gestgjafahúsinu hafði þá orðið að suðrænum aldingarði í augum hans: vínber og olíu- viður sveigðust niður yfir höfði hans, marmarasúlur glitruðu í dökku laufskrúðinu, vitringar og skáld gengu undir pálmatrjám og lilynvið. Nei, hann, presturinn þarna í prédikunarstólnum, vissi, að án brennivíns var ómögulegt að lifa fullu lífi í þorpinu því. Allir áheyrendur hans vissu það lílca — og nú ætluðu þeir að dæma hann. Þeir ætluðu að rífa af honum hempuna, af því hann hefði komið drukkinn í hús Guðs þeirra. Einmitt! en allar þessar mann- eskjur, hefðu þær þá, mundu þær þá ímynda sér, að þær hefðu nokkurn annan Guð en brennivínið! Hann hafði lesið upp bænina og hann kraup á kné til að lesa »Faðir vor«. Pað var steinhljóð í kirkjunni, meðan hann baðst fyrir. En alt í einu þreif presturinn með báðum höndum í böndin, sem hempan var fest með. Honum fanst eins og allur söfnuðurinn, með biskupinn í broddi fylkingar, væri að læðast upp að riðinu upp í prédikunarstólinn, til að rífa af honum hempuna. Hann kraup á kné og leit ekki við, en hann þóttist geta glögglega fundið, hvernig þeir kiptu í og sjá þá svo greinilega, bæði biskupinn og prófastana, prestana og kirkjuverðina, hringjarann og allan söfnuðinn í langri halarófu, rífandi og slítandi, til að færa hann úr hempunni. Og hann sá í huga sér, hvernig allur þessi múgur, sem reif svo ákaft í hempuna, mundi trumba, hver ofan á annan, niður riðið, þegar hempan losnaði, og öll halarófan þar niðri fyrir, sem ekki hefði komist að, að rífa í hempuna, heldur bara í frakkalafið þess, sem næstur var fyrir framan hann, mundi líka velta um koll. Hann sá það svo ljóslega, að hann gat ekki bundist að smá-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.