Eimreiðin - 01.01.1903, Side 53
53
brosa, þar sem hann kraup á kné; en um leið spratt kaldur svit-
inn fram á enni hans. Þetta var þó alt of ægilegt.
Pvílíkt og annað eins, að hann skyldi nú verða að úrþvætti
sökum brennivíns. Hempulaus prestur átti hann- að verða. Var
þá nokkuð aumara til á jarðríki.
Hann átti að verða einn af beiningamönnunum á þjóðvegun-
um, liggja fullur við veginn, vera klæddur í ræfla, leggja lag sitt
við flakkara. •
Bæninni var lokið. Hann átti að byrja að lesa upp ræðu
sína. þá flaug honum nokkuð í hug, sem stöðvaði orðin á vör-
um hans. Honum flaug í hug, að þetta væri í síðasta sinn sem
hann fengi að standa í stólnum og kunngjöra dýrð Drottins.
I síðasta sinn — þetta gagntók prestinn. Hann gleymdi al-
gerlega brennivíni og biskupi. Honum fanst að hann yrði að nota
tækifærið og votta dásemd Drottins.
Honum fanst kirkjugólfið meðöllum áheyrendunumsökkvalangt,
#langt niður, og þakið lyftast af kirkjunni, svo að hann sæi inn í
himininn. Hann stóð þarna einn, aleinn í prédikunarstólnum sínum;
andi hans hóf sig'til flugs mót opnum himninum uppi yíir honum,
rödd hans varð hvell og hljómmikil og hann kunngjörði dýrð
Drottins.
Og nú var andinn kominn yfir hann. Hann lét ræðuna sína
liggja. Hugsjónirnar svifu niður yfir hann sem hópar af tömdum
dúfum. Honum fanst það ekki vera hann sjálfur, sem talaði, en
hann vissi líka, að þetta var hið æðsta á jarðríki og að enginn
gat öðlast meiri heiður og veg en hann, sem stóð þarna og kunn-
gjörði dýrð Drottins.
Á meðan eldtunga andans logaði yfir honum talaði hann; en
þegar hún var sloknuð og þakið hafði liðið niður yfir kirkjuna
aftur og gólfið var komið upp, langt, langt neðan að, þá laut hann
niður og grét, því honum, fanst lífið hafa gefið sér beztu stund
sína, og að nú væri hún liðin.
Eftir guðsþjónustuna fór fram kirkjuskoðun og safnaðarfundur.
Biskupinn spurði, hvort söfnuðurinn hefði nokkrar kærur gagnvart
presti sínum.
Presturinn var ekki lengur reiður og þrjózkur, eins og á undan
messunni; nú var hann bljúgur og niðurlútur. Æ! allar bannsettar
brennivínssögurnar, nú áttu þær að koma!