Eimreiðin - 01.01.1903, Page 54
54
En engar sögur komu. Pað var grafkyrð í kringum stóra
borðið í fundarstofunni.
Presturinn leit upp, fyrst á hringjarann; nei, hann þagði; svo
á kirkjuverðinn, svo á bændurna og járnnámueigendurna; þeir
þögðu allir. Peir klemdu varirnar fast saman og horfðu dálítið
vandræðalegir niður á borðið.
»Peir eru að bíða eftir því, að einhver byrji,« hugsaði prest-
urinn.
Annar kirkjuvörðurinn ræskti sig.
»Mér finst nú presturinn ökkar vera góður,« sagði hann.
»Herra biskupinn hefur sjálfur heyrt, hvernig hann prédikar,«
greip hringjarinn fram í.
Biskupinn fór eitthvað að tala um tíð messuföll.
»Presturinn verður að mega verða veikur rétt eins og hver
annar,« sögðu bændurnir.
Peir vörðu hann allir sem einum munni. Hann væri svo
ungur, presturinn þeirra. Pað væri engin hætta á ferðum með
hann. Nei, ef hann bara ætíð vildi prédika eins og hann hefði
gjört í dag, þá vildu þeir ekki hafa skifti á honum og sjálfum
biskupinum.
Engir ákærendur gáfu sig fram, engan dómara þurfti.
Presturinn fann, hversu honum hitnaði um hjartaræturnar, hve
létt blóðið rann gegnum æðarnar. Að hann skyldi ekki lengur
vera meðal óvina, að hann skyldi hafa náð hylli þeirra, þegar
hann minst varði, að hann skyldi mega halda áfram að vera prestur!
Að lokinni kirkjuskoðuninni snæddi biskupinn, prestarnir, pró-
fastarnir og nokkrir helztu sóknarbændurnir miðdegisverð á prest-
setrinu.
Ein af nágrannakonunum hafði tekið að sér að sjá um há-
tíðahaldið, því presturinn var ógiftur. Hún hafði tjaldað því sem
til var, og nú opnuðust á honum augun og hann sá, að prests-
setrið var ekki svo mjög óvistlegt. Langt borð var sett út undir
grenitrén og leit það þar snyrtilega út, með hvítum dúk, bláu og
hvítu postulíni, skínandi glösum og samanlögðum pentudúkum.
Tvær bjarkir mynduðu boghvelfitigu yfir innganginum, einihríslum
var stráð á gólfið í anddyrinu, niður úr ræfrinu hékk blómsveigur,
í öllum herbergjunum voru blóm. Myglulyktin var horfin og
grænu gluggarúðurnar glitruðu fagurt í sólskininu.