Eimreiðin - 01.01.1903, Qupperneq 56
56
En nú hefði Kristján kapteinn haft hönd í bagga með, nú
hefði hann búið svo um hnútana, að þessir prestar skyldu aldrei
koma aftur, hvorki þeir né biskupinn. Héðan af gæti presturinn
og vinir hans drukkið svo mikið sem þeir vildu þar á prests-
setrinu.
Heyrum nú hvílíkt þrekvirki hann hefði unnið, hann Kristján
Berg, sterki kapteinninn.
Pegar biskupinn og prestarnir voru komnir upp- í vagninn og
búið var að loka vagndyrunum vel og rækilega, þá hefði hann
farið upp í vagnstjórasætið og ekið með þá eina eða tvær mílur á
þessari heiðbjörtu sumarnótt.
Og þá hefði Kristján Berg látið þá háæruverðugu finna, hvað
það væri að sitja með lífið í lúkunum. Á harða, harða stökki
hefði hann látið klárana fara. Pað hefði verið þeim maklegt fyrir
að vilja ekki lofa heiðarlegum manni að fá sér neðan í því.
Haldið þið að hann hafi ekið eftir veginum með þá, haldið-
þið hann hafi verið að hugsa um að þeir hristust ekki? Hann
hleypti yfir skurði og móa, hann fór á fljúgandi ferð niður brekk-
urnar, hann ók niðri í fjörunni, svo að vatnið hvítfyssaði um
hjólin, hann hleypti ofan í flárnar og hentist niður urðirnar, svo
brattar, að hestarnir urðu að spyrna við og renna sér fótskriðu.
Og á meðan sátu biskup og prestar r.áfölir í vagninum og þuldu
bænir sínar. Slíka ferð höfðu þeir aldrei farið.
Og hugsið ykkur, hvernig þeir muni hafa litið út, þegar þeir
komu að gistihúsinu í Hrísseli, lifandi — en hristir eins og högl í
skinnpung.
»Hvað á alt þetta að þýða, Kristján kapteinn?* segir biskup-
inn, þegar hann opnar vagndyrnar fyrir þá.
^Pað á að þýða það, að biskupinn skuli hugsa sig um tvis-
var, áður en hann komi aftur að vísítera hjá honum Gústaf Ber-
ling,« segir Kristján kapteinn, og þá setningu hefur hann hugsað
upp löngu áður, til þess að hafa svarið á reiðum höndum.
«Skilaðu þá kveðju til Gústafs Berlings,« segir biskupinn, »og
því með, að til hans komi hvorki ég né nokkur annar biskup
framar.«
Parna stendur nú K ristján sterki kapteinn við gluggann og
segir prestinum frá afreksverki sínu. Bví Kristján kapteinn hefir
flutt hestana í hægðum sínum til veitingahússins og kemur svo
suður til prestsins með fréttirnar.