Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Síða 57

Eimreiðin - 01.01.1903, Síða 57
57 »Nú getur þú verið rólegur, prestur minn og hjartans bróðir,« segir hann. Æ, Kristján kapteinn, fölir sátu prestarnir í vagnin- um, en presturinn í glugganum virðist þessa björtu sumarnótt vera óendanlega miklu fölari. Æ, Kristján kapteinn! Presturinn hóf upp handlegginti og miðaði kreptum hnefanum á hið klunnalega, heimska andlit jötunsins, en stilti sig þó. Hann skelti glugganum afturi staðnæmdist á miðju gólfi og skók hnef- ann mót himni- Hann, sem eldtunga andans hafði logað yfir, hann, sem hafði fengið að kunngjöra dýrð Drottins, hanti stóð nú þarna, og fanst Guð hafa haft sig að ginningarfífli. Hlaut ekki biskupinn að halda, að Kristján kapteinn hefði verið sendur af prestinum! Hlaut hann ekki að halda, að hann hefði hræsnað og logið allan daginn? Nú hlaut hann að gjöra alvöru úr að rannsaka embættisfærslu hans. Nú hlaut hann að verða sviftur hempunni. Næsta morgun var presturinn horfinn. Hann hafði ekki viljað bíða og verja mál sitt. Guð hefði haft hann að ginningarfífli. Guð vildi ekki hjálpa honum. Hann vissi, að honum mundi verða vikið frá. Guð vildi hafa það svo. Hann gæti þá eins farið strax. Petta skeði um 1820, í afskektri sókn í vesturhluta Vermalands. Pað var fyrsta óhamingjan, sem mætti Gústaf Berling, en það var ekki sú síðasta. Pví þeim folunum fellur lífdö þungt, sem hvorki þola spora né svipu. Við hvern sársauka, sem þeir finna til, tryllast þeir og þjóta yfir vegleysur og gínandi gjár. Undir eins og vegurinn verður grýttur og færðin slæm, hafa þeir engin önnur ráð en að velta vagninum og þjóta af stað í ráðleysu. II. BEININGAMAÐURINN. Kuldadag einn í desembermánuði kom beiningamaður nokkur labbandi upp Brúbæjarhæðirnar. Hann var klæddur í gauðrifna garma og skórnir hans voru svo slitnir, að kaldur snjórinn nam fætur hans. Löfven heitir langt og mjótt vatn í Vermalandi; sumstaðar er það aðeins örmjótt, því breið nes ganga út í það báðum megin. Til norðurs nær það alla leið upp að Finnskógunum og til suðurs niður að Væni. Margar sóknir liggja meðfram vatninu, en Brúar-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.