Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Page 58

Eimreiðin - 01.01.1903, Page 58
sókn er stærst og ríkust. Hún tekur yfir mikinn hlut af bölckum vatnsins bæði að austan og vestnn, en að vestanverðu eru stærstu jarðirnar, herragarðar, svo sem Eikabær og Björne, frægir fyrir auð og fegurð, og Brúbæjarþorpið með veitingahúsi, þinghúsi, hreppstjórabústað, prestssetri og sölutorgi. Brúbær liggur í brattri hlíð. Beiningamaðurinn var kominn framhjá veitingahúsinu, sem liggur fyrir neðan hlíðina og staulað- ist nú upp að prestssetrinu, sem var efst í hlíðinni. . Á undan honum í brekkunni geklc stúlkubarn og dró sleða með mjölpoka á. Förumaðurinn náði barninu og fór að tala við hana. »Svona lítill eykur fyrir svo þungu hlassi!« sagði hann. Barnið sneri sér við og leit á hann; það var 12 ára gömul telpa með hvöss og flóttaleg augu og samanklemdar varir. »Guð gæfi að eykurinn væri minni og hlassið stærra, þá ent- ist það að líkindum lengur,« svaraði telpan. »Er það þá fóðrið handa sjálfri þér, sem þú dregur?« »Já! það veit Guð. Ég verð að afla mér fæðu sjálf, þó ég sé ekki stærri en þetta.« Beiningarmaðurinn greip í sleðann, til að stjaka honum áfram. Barnið sneri sér við og leit á hann. sBú skalt ekki ímynda þér, að þú fáir neitt fyrir það,« sagði hún svo. Beiningamaðurinn skellihló. »Mér heyrist þú munir vera dóttir Brúbæjarprestsins, telpa mín.« »Já, það er ég líka. Fátækari föður eiga margir, en enginn á verri, það er dagsatt, þó það sé synd og slcömm, að einkabarn hans skuli verða að segja það.« xEað lítur út fyrir að hann sé bæði nízkur og illur, hann faðir þinn.« »Nízkur er hann, og illur er hann, en það er sagt að hún dóttir hans muni verða enn þá verri, ef henni endist aldur til.« »Trúlegt þykir mér það.« »Mér þætti gaman at vita, hvar þú hefur náð í þennan mjöl- poka.« »Pað getur varla verið hætta heldur, að segja þér það. Eg tók kornið í hlöðunni hans föður míns í morgun og nú hef ég látið mala það í myllunni.« »Getur hann ekki séð þig, þegar þú kemur heim með það?«

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.