Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Síða 61

Eimreiðin - 01.01.1903, Síða 61
6i Hann lá á bekknum í veitingastofunni og dæmdi sjálfan sig. »Gústaf Berling, hempulaus prestur, ákærður fyrir að hafa drukkið upp eigur hungraðs barns, dæmist til dauða. Hvaða dauðdaga? Að deyja í snjónum.« Hann þreif húfu sína og staulaðist út. Hann var hvorki vel vakandi né alveg gáður. Hann grét af meðaumkun með sjálfum sér, með vesalings svívirtu sálinni, sem hann var neyddur til að láta lausa. Hann gekk ekki langt og veik ekki út af veginum. Rétt við veginn lá stór snjóskafl, þar fleygði hann sér niður, til að deyja. Hann lokaði augunum og reyndi að sofna. Enginn veit, hve lengi hann lá þannig, en það var enn þá lífsmark með honum, þegar dóttir Brúbæjarprestsins korn hlaup- andi niður veginn með ljósker í hendinni og fann hann í snjóskafl- inum. Hún hafði beðið eftir honum tímunum saman, nú hafði hún hlaupið niður Brúbæjarhlíðarnar, til að vita hvað orðið hefði um hann. Hún þekti hann strax, og svo fór hún að hrista hann og hrópa hástöfum til að reyna að vekja hann. Hún varð að fá að vita, hvað hann hefði gjört af mjölpokan- um hennar. Hún varð að fá hann til að rakna við, að minsta kosti svo lengi, að hann gæti sagt henni, hvað hann hefði gjört af sleðan- um og pokanum. Faðir hennar mundi sálga henni, ef hún hefði týnt sleðanum hans. Hún bítur hann í fingurua, klórar hann í framan og æpir sem örvita. Eá kom einkver akandi eftir veginum. »Hver rækallinn er það, sem hljóðar svona?« spurði hörkuleg rödd. »Ég vil fá að vita, 'hvað karlinn hérna hefur gjört af mjöl- pokanum mínum og sleðanum,« sagði barnið kjökrandi og lét hnefana ganga á brjósti förumannsins. »Er það hálfdauður maður, sem þú lemur svona? Burtu með þig, illfyglið þitt!« Aðkomandi var há og þrekin kona. Hún sté af sleðanum og geklc að snjóskaflinum. Hún tók í hnakkadrambið á stelp- unni og fleygði henni niður á veginn. Svo beygði hún sig niður, stakk handleggjunum undir bak förumannsins og lyfti honum upp, svo bar hún hann að sleðanum og lagði hann á hann. »Komdu

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.