Eimreiðin - 01.01.1903, Side 64
64
tveim, hleypur biskupinn og bendi ég með þrem, þá dansar bæði
kórbræðrasamkundan, ráðherrar og herramenn polka á torginu í
Karlstað. Skollinn hafi það, segi ég, drengur minn, ég er ekki
annað en lík í fötum. Guð veit, hversu lítið líf er í mér.«
Förumaðurinn hallaði sér áfram á stólnum og hlustaði nú með
athygli . Gamla majórsfrúin sat og ruggaði sér fyrir framan eld-
inn. Hún horfði ekki á hann meðan hún talaði.
»Heldurðu ekki,« hélt hún áfram, »að ef ég væri lifandi mann-
eskja, sem sæi þig sitja þarna fátækan og aumkunarverðan með
sjálfsmorðshugsanir í hjarta þínu, heldurðu ekki að ég mundi reka
þær burt frá þér í einu vetfangi? f*á hefði ég getað tárast yfir
þér og bænir mínar mundu hafa breytt öllum áformum þínum, og
ég hefði frelsað sál þína;, en nú er ég dauð. Guð veit, hversu
lítið líf er í mér.
Hefurðu heyrt, að ég var einusinni Margrét Celsing hin fagra?
Pað er nokkuð langt síðan, en enn þá get ég setið og grátið gömlu
augun mín rauð yfir henni. Hví átti Margrét Celsing að deyja
og Margrét Samzelíus að lifa; hví á majórsfrúin á Eikabæ að
lifa? Segðu mér það, Gústaf Berling!
Veiz.tu hvernig Margrét Celsing var? Hún var grannvaxin
og smálimuð og góð og saklaus. Hún var ein af þeim, sem engl-
arnir gráta yfir, þegar dauðann ber að. Hún þekti ekkert ilt,
enginn hafði hrygt hana, hún var góð við alla. Og falleg var hún,
ljómandi falleg.
Pað var einusinni ágætismaður. Hann hét Altringer. Guð
má vita, hvernig stóð á því, að hann kom þar upp í eyðihéruðin
í Fljótsdalnum, þar sem jörð foreldra hennar lá. Margrét Celsing
sá hann, hann bar af öllum mönnum og hann elskaði hana.
En hann var fátækur, og þau komu sér saman um að bíða
hvort eftir öðru í 5 ár, eins og stendur í vísunni.
Pegar 3 ár voru liðin, kom annar biðill. Hann var ljótur og
leiður, en foreldrar hennar héldu, að hann væri ríkur, og þau
neyddu Margréti Celsing með fortölum og fagurgala, með bar-
smíði og hótunum, til að taka hann sér fyrir mann. Sjáðu til,
þann dag dó Margrét Celsing.
Síðan þá hefur engin Margrét Celsing verið til, heldur bara
majórsfrú Samzelíus, og hún var ekki góð, ekki saklaus, hún að-
hyltist hið illa og gaf ekki gaum að því, sem gott var.
Pú v.eizt víst, hvernig svo fór. Við bjuggum á Vatni, hérna