Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Page 69

Eimreiðin - 01.01.1903, Page 69
69 ísland. Tileinkað íslenzkum skólabörnum. Töframynd í Atlanzál, ennisbjarta, tigna móðir; dýrust mynd í sona sál, sem í hjörtum tendrar bál heitt sem þínar Heklu-glóðir! Vér lútum þér með Iotning, vér lútum þér, Norðurhafs drotning! Vér elskum þig með fossum og fjöllum, já fannbungum, hraunum og jöklunum öllum; því þú ert vor móðir, vort minningaland. Móðir og minningaland! Héðins, Greitis fósturfold, fóstran Kjartans, Gunnars móðir, Arasonar móðurmold! margrar hetju blóð og hold geyma þínar göfgu slóðir. Vér lútum þér með lotning, vér lútum þér, fornkappa drotning! Vér elskum þig með fossum og fjöllum og fornaldar minnum og köppunum öllum; því þú varst þeim móðir, vort minningaland. Móðir og minningaland! Auðgast sögu og sagnaland, Sæmund þú á brjóstum fæddir; Ara og Snorra ættarland, Esþólíns og Siurht land, þú, sem heim um fornöld fræddir! Vér lútum þér með lotning, vér lútum þér, sagnanna drotning! Vér elskum þig með fossum og fjöllum og fortíðar minnum og sögunum öllum; því þú varst þeim móðir, vort minningaland. Móðir og minningaland!

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.