Eimreiðin - 01.01.1903, Síða 70
70
Eddu og skálda óðalsslóð,
Arnórs ]jóð þú málsnild gæddir;
þú átt Sighvats, Egils óð,
Eysteins, Hallgríms sólarljóð.
Bjarna og Jónas báða fæddir!
Vér lútum þér með lotning,
vér lútum þér, skáldanna drotning!
Vér elskum þig með fossum og fjöllum
og fornskálda kvæðum og ljóðunum öllum;
því þú varst þeim móðjr, vort minningaland.
Móðir og minningaland!
Lagaspeki og frelsis fold,
fim þér reyndist Úljljóts tunga;
Njdls og Gellis móðurmold
móðir Þorgeirs, Ska/ta fold,
Jbn þú barst og Baldvin unga!
Vér lútum þér með lotning,
vér lútum þér, frelsisins drotning!
Vér elskum þig með fossum og fjöllum
og fortíðar spekinni og lögunum öllum!
því þú varst þeim móðir, vort minningaland.
Móðir og minningaland!
Barna þinna vona Vár!
vor skal sonareiður þessi:
þér að vinna um öld og ár,
unz í skaut þitt fellur nár.
Drottinn heit vort heyri og blessi!
Vér lútum þér með lotning,
vér lútum þér, framtíðar drotning!
Vér elskum þig með fossum og fjöllum
og framtíðar heitum og vonunum öllum;
því þú ert vor móðir, vort minningaland.
Móðir og minningaland!
V. G.