Eimreiðin - 01.01.1903, Qupperneq 73
73
saman á jöðrunum, til að mynda úr þeim dúka og ábreiður, eins og sumar þjóðir í
Afríku gera enn í dag, þó þar sé ekki ofið með spjöldum. En fyrst síðar, er menn
vóru búnir að finna upp nýjar aðferðir og nýja vefstóla, hafi menn farið að vefa
breiðari dúka. En alt eigi þó rót sína að rekja til spjaldvefnaðarins frá fyrstu.
í bókinni eru meðal annars 4 myndir af spjaldofnum böndum frá íslandi, og
hefir oss þótt við eiga að gefa lesendum Eimreiðarinnar kost á að sjá 3 af þessum
myndum. Er ein þeirra af íslenzku »snúrubandi«, önnur af rósabandi og hin þriðja
af leturbandi (með nafni Brynjúlfs Jónssonar fornfræðings, ofið fyrir skömmu af konu
á Vesturlandi), far við bætum vér svo 4. myndinni, sem áður hefir staðið í eldri
ritgerð um spjaldvefnaðinn eftir fröken L.-F. í »Zeitschrift d. Ver. f. Volksk.« 1899
Er það mynd af íslenzkri konu, sem er að vefa í spjöldum með tvöföldu skili, og
hefir fornfræðingur Brynjúlfur Jónsson gert frumteikninguna að henni, en fröken
L.-F. teiknað eftir henni þá mynd, er hér birtist.
Pað er vonandi, að íslenzkar konur sjái nú um að spjaldvefnaðarlistin gleymist
nú ekki úr þessu, heldur nái æ meiri og meiri þroska og gengi hjá hinni uppvax-
andi kvenþjóð í landinu. Pær, sem vilja afla sér frekari leiðbeiningar um hana,
ættu að útvega sér þessa umgetnu bók fröken L.-F., og munu þær þá fljótt sann-
færast um, hve undursnotran og margbreyttan vefnað má framleiða með hinum ein-
földu og ódýru vefspjöldum, sem ekki einu sinni þurfa að vera úr tré, heldur má
líka búa til úr brúkuðum spilum, bókaspjöldum eða pappa. Spjaldvefnaður ætti að
vera sjálfsögð kenslugrein í kvennaskólunum. V. G.
fjÓÐMENNING ÍSLENDINGA um aldamótin 1900 (»Islands Kultur ved Aar-
hundredskiftet 1900«) heitir bók, sem dr. Valtýr Guðmundsson hefir gefið út árið
sem leið (1902) með styrk af hinum mikla Carlsbergssjóði, og sem prófessor
Poi'valaur Tlioroddsen hefir samið inngang að. Efni þessarar bókar er í fám orðum
sem hér segir:
Fyrst er stuttur formáli eftir dr. Valtý, þar sem gerð er grein fyrir því, hvernig
bókin er orðin til. Pví næst kemur inngangur eftir próf. P. Thoroddsen um »nátt-
úru íslands« og þarf þess varla að geta, að hann er ágætur að efni til, því eins og
allir vita er höf. allra manna fróðastur um náttúru íslands, og hefir með rannsókn-
um sínum og ritstörfum unnið sjálfum sér og ættlandi sínu mjög mikinn heiður. En
hins er vert að geta, að ritgerð þessi er rituð með mestu snild. Höf. virðist vera
jafnlétt að rita ágæta dönsku eins og íslenzku.
Pegar innganginum sleppir, tekur við aðalefni bókarinnar, »Islands Kultur«:
»Pjóðmenning íslendinga um aldamótin 1900« eftir dr. Valtý Guðmundsson. í
»Eimreiðinni« VI var alllöng ritgerð eftir dr, Valtý um »framfarir íslands á 19. öld-
inni«. Ritgerð þessi vakti mikla athygli og var meðal annars þýdd á þýzku. Hana
hefir nú höf. aukið og endurbætt og lagt til grundvallar við samningu dönsku bók-
arinnar. Sakir þess má nú skoða »Eimreiðar«-ritgerðina eins og ágrip af bók þess-
ari. Hér þarf eigi að setja nema örstutt yfirlit yfir efnið í »Islands Kultur«. Efn-
inu er skift í 6 kafla.
Fyrsti kaflinn er um »þjóðina og daglegt líf hennar«. Par talar höf. um
fólksmagnið, þjóðareinkennin, búninginn, húsaskipun, skemtanir, íþróttir og hjátrú.
Kafli þessi er mjög skemtilegur og fróðlegur fyrir danska lesendur. Pað er vanda-
verk að lýsa einkennum heillrar þjóðar með fáum orðum. Tilraun höf. í því efni
ber vot': um mjög skarpa hugsun og nákvæma athygli. En auðvitað ætlast hann
eigi til, að álit hans á þjóðareinkennum íslendinga sé fullnaðardómur. Hann segir