Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Page 74

Eimreiðin - 01.01.1903, Page 74
74 sjálfur, »að lýsing sín sé eigi annað og meira en tilraun«. Sérstök þjóðareinkenni íslendinga koma þá fyrst glögt í ljós, þegar þeir eru bornir saman við ættfrændur sína á Norðurlöndum (t. d. Norðmenn), og um leið tekið tillit til menningarstigs þess, sem Islendingar nú standa á. En rúmið hefir eigi leyft höf. að rita nákvæmar um þetta efni. Annar kaflinn um »um stjórnarfar og embættaskipun« er fróðleg og skipuleg lýsing á stjórnmálum Islands, stjórnarskránni, framkvæmdarstjórninni, sveitastjórninni, dómaskipuninni og kirkjumálum. í kafla þessum eru meðal annars myndir af Bald- vini Einarssyni, Jóni Sigurðssyni og Benedikt Sveinssyni. I þriðja kaflanum um »uppfræðing og mentun« skýrir höf. frá kenslu- og skóla- málum, söfnum, félögum, sem starfa að mentun og uppfræðing, prentsmiðjum, blaða- og bókasölu og umönnun þeirri og hjálp, sem ríkið og einstakir menn veita upp- fræðing og vísindum. Fjórði kaflinn er um »bókmentir og listir«. Hér kemur höf. fram uieð ágætt yfirlit yfir nýrri bókmentir íslendinga. Auðvitað lýsir hann einkum bókmentum 19. aldarinnar og leysir yfirleitt verk sitt prýðilega af hendi. Nokkrir lærðir menn meðal Dana hafa haldið því fram, að ísland ætti engar nýjar bókmentir. í^eir sjá nú, að þekking þeirra hefir í þessu efni \erið mjög ófullkomin. Hér eru og myndir af þessum rithöfundum: Magniisi Stephensen, Tó?nasi Sœmundssyni, Bjarna Thorarensen, Jónasi Hallgrí??issyni, G?'í??ii Tho??isen, Bencdikt Grö??dal, Steing?d??ii Thorstei?isso?i, Matthíasi Jochumssyni, Porstei?ii Ei'lingssyni, Jó?ii Thoi'oddsen, Gesti Pálssyni, Finni Magnússyni, Sveinbirni Egilssyni, Konráði Gíslasy?ii, Guðbrandi Vigftissy?ti, Jóni Á7'nasyni, Vilhjálmi Fi?isen, Birni Gtmnlaugssyni og Pétri Péturssyni, í kafla þessum talar höf. ennfremur um listir og íþróttir á íslandi, en þær standa enn þá á mjög veikum fótum. í honum er fjöldi mynda og meðal annars myndir af tveimur listamönnum: Sigimði Guð??iundssyni málara og Sveinbh'ni Sveinbjór?isso?t tónskáldi. í fimta kaflanum ritar höf. um fjármál og efnahag, atvinnuvegi og samgöngur. Hann skýrir allnákvæmlega frá landbúnaðinum, fiskiveiðunum, dýraveiðum, handiðn- um, iðnaði, málmnámi og verzlun. Hér íá danskir lesendur afarmikla og margs- háttar fræðslu, sem þeir geta hvergi annarstaðar fengið. Þessi kafli er ágætur bæði að efni og búningi. Sjötti kaflinn er um »heilbrigðismál og mannúðarmál«. IJar talar höf. um lækna kipun, spítala, ellistyrksmál, fátækramál, bindindismál og fl. Bókinni fylgir viðauki. í honum eru þýðingar á nokkrum íslenzkum kvæðum. Höfundar kvæðanna eru Bjar??i Tho?'a?'e?isen, Jónas Hallgrí??isson, Jón Thoroddse??, Grí??mr Tho??isen, Benedikt Grö?zdal, Páll Olafsson, Steingrímur Tho?‘steinsson og Matthías Jochumsson. IJar eru og þýddir kaflar úr íslenzkum skáldsögum. Höf- undar SQgukaflanna eru Jón Thoroddsen og Gestur Pálsson. Pýðingar þessar eru flestar eftir danska menn. IJær eru yfirleitt mjög góðar, þótt þær auðvitað geti eigi jafnast við frummálið. Dönsk tunga getur alls. eigi náð hljómfegurð íslenzkunnar. »Islands Kultur« er allstór bók: 160 -{-VIII blaðsíður í stóru broti. í henni eru 108 myndir. Flestar þeirra eru fallegar og vel gerðar. fó eru sumar manna- myndirnar eigi vel glöggar; en dr. Valtýr gat engar betri fengið. Prentun og allur frágangur bókarinnar er í bezta lagi. »Islands Kultur« er í alla staði ágæt bók. Hún er reglulegt forðabúr öllum þeim, sem fljótlega vilja kynna sér ísland og hag þess. Efnið er afarmikið og margbrotið. En því er komið svo vel og skipulega fyrir, að bókin er skemtileg. Lengri kaflarnir hafa tekist ágætlega. Alstaðar er höf. stuttorður og gagnorður, eins og vísindamanni og góðum rithöfundi sæmir. Sumstaðar hefði hann mátt ver

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.