Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Side 5

Eimreiðin - 01.05.1905, Side 5
»5 Svo hrópa menn þú skulir lengi lifa! Já, lifa — til þess að undirskrifa. Með nafn og með titil úr fornum fræðum, sem feðranna skuggi í valdanna hæðum. G. M. Horfur í íslenzkum skáldskap. Pví verður ekki neitað, að skáldskapur og hinar fagurfræði- legu greinir bókmentanna er ljúífengt efni til meðferðar og ekki vandalaust við að fást, svo að vel sé og ekki of hart að gengið; það slær sem sé á fíngerðustu strengi sálarlífsins, þær kendir, sem eru áhrifanæmastar og sízt mega við hrottatökum. En tjarri fer því, að það sé aðeins skáldunum fært um þetta að tala og aðrir verði að sjálfsögðu að hafast við fyrir utan »helgidóminn,« heldur mun hitt einatt vera sönnu nær, að þau eru eigi alténd sem glögg- skygnust á það, sem aflaga fer í þessum efnum, og að það eru oft þeir, er eigi hafa lagt í vana sinn að yrkja, sem eiga drjúgan þátt í því að mynda þar stefnur og valda breytingum til betra vegar. það er því engin ástæða fyrir rnenn, þótt þeir ef til vill geti ekki talað úr flokki sem skáld, að forðast að ympra á þessu efni eða koma við kauti þau, er þeir sjá, að á eru; því bæði er það, að skáldskapurinn er ætlaður alþjóð manna og þýðing hans afar- mikil og víðtæk, svo að hann vitanlega kemur öllum hugsandi mönnum við, — og í annan stað er svo geysimikið af því, sem algengt er að telja til hans, mjög langt frá að vera nokkuð í átt- ina, og því full þörf á, að dálítið sé andæft, en ekki alt tekið með þökkum. Eitt af íslenzku blöðunum gat þess í sumar, er leið, að nú ætluðu skáldin okkar enn þá einu sinni — ég held nærri því öll hin svokölluðu yngri skáld — að fara að gefa út kvæði sín — kvæðabækur. Petta er nú engin nýlunda í sögunni, að skáld gefi út, ef þau geta, það sem þau hafa setið við að semja og yrkja, — og á íslandi hefir það einnig, eins og menn vita, borið við áður, að ljóðasmiðir gæfu út kvæði. En fyrir þá sök er það ekki síður

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.