Eimreiðin - 01.05.1905, Qupperneq 7
»7
I'að dylst engum, er nokkur kynni hefir af íslenzkum bókmentum,
hversu kveðskapurinn er þar yfirgnæfandi í skáldskapnum; svo
hefir það verið frá alda öðli, ef Islendingar hafa farið að skálda,
þá hafa þeir kveðið, — og svo er það mikið til enn í dag. Ef
þeir því ættu skilið að vera orðlagðir fyrir nokkuð, þá hafa þeir
unnið til þess að vera rómaðir fyrir kveðskap sinn: Skáldin hafa
kveðið og kveðið, og nærri því öll þjóðin hefir setið og »kveðið«;
þ. e. a. s. þegar skáldskapurinn hefir verið vísvitandi, því að
í einni tegund hans í óbundnu máli hefir þjóðin skarað fram úr,
í þjóðsögunum, en telja verður, að sá skáldskapur hafi verið henni
nokkurn veginn óafvitandi, — þjóðin eða einstaklingar hennar
hafa ekki, er hann varð til, haft meðvitund um það á sama hátt
og skáldin, er þau yrkja ljóð eða semja sögu. Ef að öðru leyti
hefir sézt skáldverk hjá okkur í óbundnu máli, hefir það mátt
kallast alger undantékning.
Hvernig stendur nú á þessu? Samkvæmt kenningu þeirri, er
ég hefi drepið á, ætti það að vera af þeim sökum, að við höfum
átt og eigum svo fá, afarfá þroskuð skáld, — að íslenzku
skáldin, því nær öll, hafi orðið að ríma skáldskap sinn, hafi ekki
getað samið órímuð skáldvérkl Hvort þetta staðfestist af reynsl-
unni, sé í rauninni svona lagað, um það býst ég nú við að verði
skiftar skoðanir; töluvert er þó hæft í því.
Pað er nú, sem gefur að skilja, engan veginn ætlun mín að
fara að gera lítið úr góðum ljóðskáldskap í sjálfu sér; kunnugt
er, að í honuin hefir frá fyrstu tímum verið sýnd og framleidd
geysimikil list, — hann hefir geymt háleitustu hugsjónir manna
og helgustu tilfinningar, — margir af skáldmeisturum heimsins
hafa oft að ekki litlu leyti skáldað í ljóðum, þótt þeir hinir sömu
hafi auðvitað getað viðhaft óbundið form á verkum sínum. En
kveðskapurinn hefir einnig mjög svo tíðum verið hið fáránleg-
asta bull og yfirleitt þannig úr garði gerður, að hann verður að
teljast skaðskemmandi fyrir hinar vitskynugu kendir manna, með
því að þess konar skáldskapur deyfir dómgreindina á því, hvað
rétt er og getur staðist og hvað ekki (menn venjast vitleysunum
og telja þær ef til vill góðar og gildar), auk þess að fegurðar-
tilfinningu og smekkvísi er hætta búin af slíku. Léleg ljóðaverk
valda þannig andlegu tjóni beinlínis, og geta jafnvel óbeinlínis gert
áþreifanlegan skaða; það er sem sé engin nýlunda og heldur ekki
nein furða, þótt afvegaleitt og rangfært andlegt líf, rangar hug-