Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Qupperneq 7

Eimreiðin - 01.05.1905, Qupperneq 7
»7 I'að dylst engum, er nokkur kynni hefir af íslenzkum bókmentum, hversu kveðskapurinn er þar yfirgnæfandi í skáldskapnum; svo hefir það verið frá alda öðli, ef Islendingar hafa farið að skálda, þá hafa þeir kveðið, — og svo er það mikið til enn í dag. Ef þeir því ættu skilið að vera orðlagðir fyrir nokkuð, þá hafa þeir unnið til þess að vera rómaðir fyrir kveðskap sinn: Skáldin hafa kveðið og kveðið, og nærri því öll þjóðin hefir setið og »kveðið«; þ. e. a. s. þegar skáldskapurinn hefir verið vísvitandi, því að í einni tegund hans í óbundnu máli hefir þjóðin skarað fram úr, í þjóðsögunum, en telja verður, að sá skáldskapur hafi verið henni nokkurn veginn óafvitandi, — þjóðin eða einstaklingar hennar hafa ekki, er hann varð til, haft meðvitund um það á sama hátt og skáldin, er þau yrkja ljóð eða semja sögu. Ef að öðru leyti hefir sézt skáldverk hjá okkur í óbundnu máli, hefir það mátt kallast alger undantékning. Hvernig stendur nú á þessu? Samkvæmt kenningu þeirri, er ég hefi drepið á, ætti það að vera af þeim sökum, að við höfum átt og eigum svo fá, afarfá þroskuð skáld, — að íslenzku skáldin, því nær öll, hafi orðið að ríma skáldskap sinn, hafi ekki getað samið órímuð skáldvérkl Hvort þetta staðfestist af reynsl- unni, sé í rauninni svona lagað, um það býst ég nú við að verði skiftar skoðanir; töluvert er þó hæft í því. Pað er nú, sem gefur að skilja, engan veginn ætlun mín að fara að gera lítið úr góðum ljóðskáldskap í sjálfu sér; kunnugt er, að í honuin hefir frá fyrstu tímum verið sýnd og framleidd geysimikil list, — hann hefir geymt háleitustu hugsjónir manna og helgustu tilfinningar, — margir af skáldmeisturum heimsins hafa oft að ekki litlu leyti skáldað í ljóðum, þótt þeir hinir sömu hafi auðvitað getað viðhaft óbundið form á verkum sínum. En kveðskapurinn hefir einnig mjög svo tíðum verið hið fáránleg- asta bull og yfirleitt þannig úr garði gerður, að hann verður að teljast skaðskemmandi fyrir hinar vitskynugu kendir manna, með því að þess konar skáldskapur deyfir dómgreindina á því, hvað rétt er og getur staðist og hvað ekki (menn venjast vitleysunum og telja þær ef til vill góðar og gildar), auk þess að fegurðar- tilfinningu og smekkvísi er hætta búin af slíku. Léleg ljóðaverk valda þannig andlegu tjóni beinlínis, og geta jafnvel óbeinlínis gert áþreifanlegan skaða; það er sem sé engin nýlunda og heldur ekki nein furða, þótt afvegaleitt og rangfært andlegt líf, rangar hug-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.