Eimreiðin - 01.05.1905, Qupperneq 8
88
myndir um rétta tilhögun, geti dregið illan dilk eftir sér og orðið
mönnum að fótakefli á vegi til framfara og góðs gengis. Auðvit-
að má líkt segja um drjúgan hluta óbundins skáldskapar, og það
er víst ekki auðgert að skera úr því, hvor greinin af lélegurn
skáldskap hafi gert meira ilt. En ég hygg, að sú skoðun sé ekki
alveg úr lausu lofti gripin, að þar sem óbundið form er meira blátt
áfram, einfaldara og þvi ljósara, þá er hægra að vara sig á
andlegu skaðvæni í því (ég á hér eingöngu við vitskynjan sálar-
lífsins, en ekki við strangar siðgæðishugmyndir), — en ljóðaforminu
tekst betur að berja í brestina, hylrua yfir sálfræðilegar fjarstæður,
röklegar meinvillur, eða gandreið frá öllu raungæfu. Petta getur
bæði stafað af því, að bundna formið í raun og veru blekki —-
t. d. sé svo íburðarmikið eða stórort, að almenningi verði á að
ætla, að hér geti eitthvað háfleygt legið á bak við, þótt það ekki
skiljist, og þótt það vitanlega sé endileysa ein, ekki heil brú í
því öllu saman —, og eins af hinu, að menn auðsýna ljóðskáld-
unum fremur umburðarlyndi en þeim, er semja órímuð skáld-
verk: Ljóðskáldunum leyfist meira, menn gefa þeim hið alræmda
skáldaleyfi, eins að því er efnið snertir og meðferð þess.
fess vegna verður og skáldunum ljóðaformið hægra,
menn gera þar ekki eins háar kröfur, og einmitt af
þeim sökum getur kveðskapurinn verið hættulegri til
skaðsemdar.
Hins vegar verður bundið mál í sjálfu sér einnig að teljast
fjarlægara raungæfum efnum, jafnframt og það er fjarlægara
því, sem eðlilegt er, en óbundið mál. þetta kemur ekki í bága
við það, sem ég hefi áður getið um, að í skáldskapnum mundi
bundið form vera upprunalegast; það, sem er upprunalegast, er
sem sé ekki ætíð raungæfast, og sú hefir reyndin á orðið, að
þroska hefir þurft til þess að koma raungæfi eða realisma inn
í skáldskapinn. Efni bernskuskáldskapar mannkynsins er ekki
raungæft og sé bundið mál álitið að vera elzta form skáldskapar-
ins, má éinnig um það segja, að það sé ekki heldur alls kostar
raungæft.
Pessar almennu athuganir eiga nú einnig við skáldskapinn ís-
lenzka, eins og hvern annan; mælikvarðinn verður að vera líkur.
Eg hefi getið þess, sem alkunna er, að skáldskapurinn okkar er
því nær eingöngu kveðskapur. Við eigum talsvert af góðum ljóð-
um (sum eru óaðfinnanleg, sem gleðilegt er) — þótt ekki sé nema