Eimreiðin - 01.05.1905, Side 9
89
eftir »góðskáldin« okkar, er svo hafa verið nefnd; jú, í þeiin er
ekki svo lítið af lýriskum perlum; nokkur góð ástaljóð, þótt nokk-
uð séu þau takmörkuð vanalega; — í þeim er meira að segja
hetjusöngvar fyltir vígamóði, — og þá ekki sízt: Heit ættjarðar-
kvæði og gjallandi frelsisljóð (enda eru menn farnir að venjast við
að láta þar hátt — í orði!). En svo er líka mikill hluti af íslenzka
kveðskapnum hreint og beint þvaður! Pað ætti að vera óþarfi
að benda á, hversu ýms íslenzku »skáldin« (ekki sízt á þessum
síðustu tímum) hafa kveðið kvæði á kvæði ofan, sem svo fjarri
fer, að nokkuð nýtt eður nýtilegt hafi að færa, að þau tyggja
upp aftur og aftur afgamalt og alónýtt moð, kvæði, sem ekki
verður séð, að grundvallist á neinni þekkingu, nema dálítilli
rímlist — og vill það þó einnig slá úr og í með hana. Mestur
hluti þessa skáldskapar — kveðskapar — fer fyrir of-
an garð og neðan hjá öllu verulegu lífi, ekki svo að skilja,
að kvæðin séu svona há-rómantisk, heldur af hinu, að þau eru svo
efnis- og þekkingarsnauð — >orð, orð innan tóm!«
Gera má ráð fyrir, að flestir geti verið sammála um, að skáld-
skapurinn eigi fremur að gera gott — andlega gott — en ilt; en
engum blöðum er um það að fletta, að svona lagaður skáldskap-
ur (og því verður ekki með rökum neitað, að svona er einmitt
mikið af íslenzka skáldskapnum) gerir heldur ilt en gott. Ef skáld-
in okkar sum hver halda nú svona áfram, ef þau eru látin óátalin
halda áfram að yrkja þessi lélegu ljóð sín, þá er mér næst að ætla,
að þau kveði íslenzku þjóðina í kútinn, sem kalla mætti,
svo að hana ranki seint við því, hvað góður og mikilsverður skáld-
skapurinn sé, og henni lærist illa að skilja »sauðina frá höfrunum«,
en rugli saman nýtu og ónýtu og geri öllu jafnt undir höfði,
annaðhvort með því, að telja það altsaman sæmilegt og viðunandi,
og er þá illa farið, eða á þann hátt, sem hún nú er á góðum vegi
með að sýna í verki: Kaupir lítið sem ekkert af skáldskapnum
og þar af leiðandi les hann ekki, þar sem hún líklega ætlar — sem
heldur ekki er ástæðulaust —, að það muni hvað öðru líkt! Sjalf-
um sér gera þessir ljóðasmiðir einna verst, eyða tíma sínum til
að yrkja »fyrir fólkið«, en fá svo einungis — og oft að vonum —
vanþakklæti heimsins í staðinn; geta þeir menn þannig komist á
kaldan klaka, sem þó ekki er öldungis örvænt um, að hefðu get-
að gert eitthvað þarfara. Og þar á ofan mega þeir ef til vill