Eimreiðin - 01.05.1905, Síða 10
9°
bera þá samvizkubyrði, að þeir hafi litlum ljóma brugðið á ásjónu
bragadísarinnar íslenzku.
Hvað á þá til bragðs að taka? Pví að ekki tjáir að láta svo
búið standa Væri ekki reynandi og vinnandi vegur, að skáld-
skapurinn á íslandi beindist að einhverju leyti, og það reyndar
að mun, inn á aðrar brautir? Jú — víst virðist, að svo ætti að
geta verið. En hvert? Skáldunum mætti ráða til, að reyna að
semja skáldsögur! Pótt auðvitað sé nú ekki þar með alvíst,
að þau yrðu vitrari eða þekking þeirra og þroski yxi stórum við
það, þá gæti það ef til vill, þótt ekki væri annað, orðið til þess
að opna augu þeirra sumra hverra og einnig annarra fyrir óskýldri
nekt þeirra; þau rækju sig á, og að því gæti að m. k. orðið sá
hagnaður, að þau, ef ekki vildi betur til, sæju sig um hönd og
steinhættu, — jafnframt og þau þokuðust ofurlítið nær því, sem
eðlilegt er og raungæft, þótt ekki væri nema í »orðinu« (forminu),
og »orðin eru til alls fyrst«. Auk þess er það nú alþekt mál,
að góðar, raungæfar skáldsögur hafa átt og eiga ekki lítinn þátt
í því að umskapa þjóðirnar, leiða inn til þeirra strauma menning-
ar og framfara í andans ríki og uppala og örfa lýðinn; hvetja
dugandi menn til að rísa upp gegn kúgunarhugsun, þar er frelsi
skyldi, gömlum og illum vana, en iðka mannúð og göfugt hugar-
þel. Og þótt öðru sé nær en að öllum höfundum skáldsagna sé
»list sú lén« að gera þær svo úr garði, að til þessa leiði, þá má
þó gera ráð fyrir, að sú þjóð, sem á annað borð á þess konar
menn, sé svo lánsöm, að alténd nokkrir þeirra geti sér maklegan
orðstír og vinni að heillum hennar. Ætti þeim að veitast þetta
því hægra, sem sannreynt er, að þeir, sem eru skáld, standa
allra bezt að vígi með að hafa áhrif á menn, gróðursetja hugsan-
ir sínar og kenningar í sálardjúp þeirra; þeir geta haft meira
vald yfir tilfinningum manna en rökvísustu skynsemismenn nokkurn
tíma öðlast, og það verður einatt affarasælast.
þeir eru teljandi skáldsagnahöfundarnir okkar; nefna má Jón
Thóroddsen, Gest Pálsson, Einar Hjörleifsson, Jónas
Jónasson, Jón Stefánsson (Porgils gjallanda) o. s. frv. Þeir
hafa samið góðar sögur (reyndar ekki mikið að mununum) og um
þann síðasttalda má bæta því við, að hann er ekki síztur. — Leik-
ritahöfund get ég ekki talið nema einn: Indriða Einarsson.
Er það ekki von, að mönnum þyki þeir vera fáir í satnan-
burði við ljóðskáldin, og hví skyldu menn ekki ætla, að þeir ættu