Eimreiðin - 01.05.1905, Qupperneq 26
io6
Bayard Taylor. Árið 1879 fékk hann loks tækifæri til að ferðast til
Islands. Skrifaði hann þá frá Edinborg einum af kunningjum sfnum
á íslandi: »Með mikilli tilhlökkun býst ég við að stíga innan fárra
daga fæti á strönd þess lands, þar sem mínar beztu hugsanir og fegurð-
ardraumar hafa lengi átt heima«. Með honum var lærisveinn hans
Arthur M. Reeves; stigu þeir fyrst á land í Húsavfk í byijun júlímánað-
ar og ferðuðust svo um Norðurland, fóru síðan með póstskipinu til
Reykjavíkur og komu þangað 16. ágúst; þá fóru þeir til Þingvalla og
Geysis, en dvöldu annars í Reykjavík, unz þeir fóru af landi brott 18.
október. Aður en þeir fóru, héldu borgarar og bændur þeim skilnað-
arveizlu
Prófessor Fiske þótti nýstárlegur gestur sem von var. Við íslend-
ingar eigum sjaldan því að fagna, að útlendingar þeir, sem heimsækja
okkur, geti talað málið eða hafi nokkra þekkingu á landinu. í’etta
hvoittveggja hafði Fiske til að bera, og vann hann því sem við var
að búast hylli manna. Sjálfur hafði hann og mestu ánægju af ferðinni
og mintist hennar oft, enda var gaman að tala við hann um hana;
hann hafði tekið svo vel eftir því, sem fyrir hann bar, og fleiru en út-
lendingar annars fá auga á eða veita athygli, og það sem mest var
um vert, hann hafði skilið það alt svo vel; það er næsta fágætt, að
mönnum takist slíkt við að dvelja einungis stutta stund í ókunnu landi,
og það landi, sem er svo frábrugðið öðrum löndum í svo mörgu eins
og ísland. Hann hefur ekki skrifað bók um ferðina, en hann hefur
þó meira stutt að þvf að útbreiða erlendis þekkingu á íslandi, en aðr-
ir, sem skrifað hafa stórar bækur. Hann gjörði það með blaðagrein-
um og ritgerðum bæði fyr og síðar og enda sérstökum ritum, eins og
»Mími«, sem kom út í fyrra og vakið hefur mikla athygli í útlöndum.
Og hann gjörði það ekki minst í viðtali við menn. Hann ferðaðist víða,
og hitti marga og margir heimsóttu hann; og ræddi hann þá oft um
ísland. Það var skemtilegt að heyra Fiske tala við menn um það,
oft menn, sem vissu lítið eða ekkert eða minna en ekkert um það áð-
ur; hann gjörði það með svo miklu fjöri, áhuga og ánægju, að áheyr-
andinn hlaut að verða hrifinn með og fara að spyija og vilja vita meira.
Veturinn eftir að Fiske hafði verið á íslandi, dvaldi hann í Berlín
og þar kvæntist hann 14. júlí 1880 Miss Jennie McGraw frá
Ithaca. Hún var heilsuveil og fyrir því dvöldu þau næsta vetur á
Egyptalandi. Skömmu eftir að þau komu heim til Ithaca, andaðist
hún (í sept. 1881), og harmaði Fiske hana mjög. Hún var auðug
kona og risu málaferli út af nokkrum hluta eigna hennar milli Fiske
og erfingjanna annars vegar og Cornell-háskólans hins vegar; unnu
þeir fyrtöldu. Um þær mundir sagði Fiske af sér embættum við há-
skólann, flutti til Flórenz og tók sér þar búsetu. Bjó hann í næstu
fimm ár þar í »Villa Forinis; þar hafði áður búið merkur maður,
sem tengt hefur nafn sitt við norræn fræði; það var G. P. Marsh,
er þýddi og umritaði íslenzku málfræðina eftir Rask á ensku 1838.
Þangað flutti Fiske með íslenzka bókasafnið sitt og Petrarca-safn það,
er hann hafði byxjað á meðan hann dvaldi með konu sinni í París
sumarið 1881. Árið 1888 flutti hann söfn sfn til Lungo il Mugnone
11, og þar hafa þau verið til þessa dags. Sjálfur var hann mest á