Eimreiðin - 01.05.1905, Side 38
118
ræða í bifreiðasmíðinni. Þessi ketill tók 45 potta rennandi lofts,
sem entist til 12 mílna aksturs. Hið svokallaða Triplers-félag í
Nýju-Jórvík hefur selt pottinn á 13 aura, innihald ketilsins kostar
því 5 krónur 85 aura.
Nú heyrist þessara vagna lítið getið og á seinustu bifreiða-
sýningu (1903) var enginn af þessari gerð. Getur verið, að vart
verði við þá á þeirri sýningu, sem halda á að sumri komandi hér
í Kaupmannahöfn.
það er mjög eðlilegt að mönnum og kom til hugar að nota
gufuaflið í bifreiðar, þar eð eimvélar eru nú orðnar mjög svo full-
komnar. T’að er heldur ekki sjálf vélin, sem strandað héfur á,
svo að eim-bifreiðar hafa eigi náð mikilli útbreiðslu, heldur ketill-
inn og það, sem með þarf, til að viðhalda gufuaflinu (svo sem
vatn, kol og eldstæði).
Á Frakklandi og Englandi hafa menn reynt að ráða bót á
þessu og hefur af því orðið töluverður árangur, svo sem þegar
Natan Read árið 1788 bjó til hina svonefndu pípukatla, sem
áður er drepið á; en nafn hafa þeir fengið af manni þeim, er
Field heitir og hefur endurbætt þá. Urðu þeir notaðir í litla
vagna. Seinna gjörði Serpollet, frakkneskur maður, ketil, er
gufukatlar þeir, sem nú tíðkast í bifreiðum, eru sniðnir eftir. Aðal-
kostur þessa ketils var í því falinn, að gufan framleiddist ekki eins
og vani var til á þann hátt, að ketillinn væri fyltur vatni og undir
honum kynt, heldur var vatnið látið spýtast inn í glóheitar pípur,
nákvæmlega svo mikið sem þurfti, til þess að það, í gufumynd,
sneri vélinni einu sinni, og svo koll af kolli. Vanst við þetta upp-
hitunartími eigi lítill og minna vatn mátti hafa meðferðis. Elds-
neytið var sindurkol.
Um sama leyti var í Ameríku
fundin upp ný bifreiðargerð (köll-
uð »Stanley«). Fótt hún væri
traust og að öllu vönduð, vóg
hún þó ekki meira en 428 pund
og með vatni og eldsneyti til 50
km. (rúmar 6 mílur) aðeins 550
pd. Vélin hafði 5 hestöfl (h-1)
og brent var steinolíu, seinna
7. Eim-bifreið.
bensín-olíu. Eigi fóru nema 4 til 5 mínútur til að hita ketil-
inn nægilega, svo að hið tiltekna gufuafl fengist. Pessi bif-