Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Page 39

Eimreiðin - 01.05.1905, Page 39
reið kom fyrst til Norðurálfunnar árið 1900 og seldust nokkr- ar þegar. Af stórum eimbifreiðum, sem aka má miklum þunga á, er Thornycrofif-bifreiðin einna hélzt; ber 10,000 pd., fer 8 til 9 km. á klukkutímanum. Teim má aka upp bratta alt að 1:20 (1 fets halli á hverjum 20 fetum); þær vega um 8000 pd. (burðarflöt- urinn 110 □ fet). Eldsneytið er kol. I’essi bifreið er einkum notuð á Englandi. Aksturskostnað- urinn (o: vagnstjóralaun, eldsneyti, viðgerð, leiga af vagnskúr o s. frv., einnig vextir og afborgun af vérðinu — 12,600 kr. —) er talinn 0,12—0,15 aurar á hverja pund-mílu (o' 1 pund flutt 1 mílu). 8. Eimbifreið. Á síðustu árum hafa eimbifreiðar einnig verið viðhafðar til skemtiferða. í Noregi reyndi Krag vegstjóri ameríska eimbifreið 1902; ók hann langt inn i latidið frá Kristjaníu. Lýsti hann ferða- laginu þannig: Meðalhraði 20 km. á kl.st., þótt ekið væri í þrengslum; verður stöðvuð á einu augnabliki, hljóðlaus ferð, mjúkur gangur. Gat farið upp halla alt að 1:15 með 2 5 km. hraða. Eóttist Krag sannfærður um, að bifreiðar mundu reynast vel í Noregi, sem þær og hafa gjört. Eótt þannig sé víst, að eimbifreiðarnar hafa ýmislegt til síns

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.