Eimreiðin - 01.05.1905, Síða 41
I 21
Stuttan veg og í borgum eða bæjum, þar sem rafmagn er við
höndina, má þessa vegna nota þær, en annarstaðar varla.
Annar galli er, að rafmagnsgeym-
irinn er óhæfilega þungur. T. d. í
bifreið sem tekur 4 menn, er hann
vanalega um 1 000 pd., en sjálf veg-
ur bifreiðin (að honum (meðtöldum
3000—4000 pd. Notabyrði slíks
10. Rafmagnsbífreið. vagns (0: það sem hann ber) er
því aðeins 15°/o til 20°/o af allri þyngdinni.
Enn er sá annmarki, að blýleðju þeirri, sem er á rafvirkis-
plötunum, er mjög hætt við að detta af, er vagninn hossast á
11. Sprengiloftsbifreið.
ójöfnum, en við það verða hinar illræmdu rafmagns-leiðviílur
(Kortslutning).
Vonandi er, að áður en langt um líður takist að greiða úr
þessum vandræðum, og þegar rafmagnsstöðvar eru komnar upp
víðsvegar á íslandi, sem líkindi eru til að brátt verði, þá má telja
það víst, að rafmagnsbifreiðin verði þar hentugasta akfærið. Sem
stendur er það sprengiloftsbifreiðin, sem hvarvetna verður
notuð með miklum hagnaði, enda færist notkun þeirra í vöxt ar
frá ári; þær eru hafðar til póstflutninga bæði í borgum og á landi