Eimreiðin - 01.05.1905, Side 46
I2Ó
i manns borið um 400 pd. Kostnaðurinn á hverri mílu mundi
þá nema um 70 aura.
Pau dæmi, sem hér að framan eru tekin, sýna aðeins hin
beinu útgjöld, svo þegar ræða er um hvort bifreiða akstur geti
borgað sig, þá er það mest undir því komið, hvort nægur flutn-
ingur fæst. Einnig ef hægt er að nota vagninn lengur en þessa
4 mánuði, verða akstursútgjöldin tiltölulega minni, þar eð vextir
og afborgun verða hið sama.
T r y g g u r.
Eftir ALEXANDER L. KIELLAND.
I.
Froken Þyri gekk að talpípunni og kallaði: »Eru kótelett-
urnar hans Tryggs ekki bráðum tilr* Frá eldhúsinu heyrðist rödd
jómfrú Hansens: »þær standa í gtugganum til að kæla þær; undir-
eins og þær eru orðnar mátulegar, skal Stína koma upp með þær«.
Tryggur hafði heyrt þetta og gekk stillilega að ofninum og
lagði sig á ábreiðuna fyrir framan hann. Hann hafði meira en
mannsvit, — að því er kaupmaðurinn tíðum sagði.
Við morgunverðinn sat auk heimilisfólksins gamall óvinur
Tryggs — eini óvinurinn, sem hann átti. En það var reyndar
margt og mikið í þessum heimi, sem kandídat juris Viggó Han-
sen hafði á hornum sér, og hann var alkunnur fyrir meinyrði sín
um alla Kaupmannahöfn. Og eftir margra ára kunningsskap í
þessu húsi var hann farinn að verða fram úr lagi hreinskilinn. Og þeg-
ar hann var í vondu skapi, sem hann oftast nær var, lét hann gremju
sína bitna á hverju og hverjum, sem vera skyldi. Einkum var
honum jafnan uppsigað við Trygg. »f*etta stóra, gula kvikindi«,
var hann vanur að segja, »er að slöttólfast hér, og það er verið
að kjassa hann og dekra við hann og troða í hann steik og kar-
bónaði, meðan margt mannsbarnið verður að bíta í fingur sér af
ílöngun í þurran brauðbita«.
En þetta var að koma við kaunin, sem kandídatinn hefði átt
að vara sig á. Jafnskjótt og éinhver sagði eitthvað um Trygg,
sem ekki lýsti eintómri aðdáun, var eins og augnaráði alls fólks-