Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Side 50

Eimreiðin - 01.05.1905, Side 50
130 fyrsti græni hýjungurinn var að koma upp á opinberu grasbreið- unum, sem enginn mannlegur fótur mátti stíga út á, að hlaupa þar þá upp og niður og í hring með nokkrum góðkunningjum, svo að grastopparnir þyrluðust út í loftið. Eða þegar garðyrkjufólkið var farið heim til að borða mið- degismatinn, eftir að það hafði allan fyrri partinn verið að sýsla við að hagræða hinum fínu blómum og runnum, eins og það væri þá ekki gaman að láta, eins og menn væru að grafa upp mold- vörpur: reka trýnið niður í jörðina í miðjum blómreitunum, frísa og mása, og róta svo upp moldinni með framlöppunum; stanza ofurlítið, reka trýnið niður aftur, mása, grafa svo upp moldina af öllu afli, — unz holan var orðin svo djúp, að eitt einasta spark með afturlöppunum var nóg til að sprengja heilan rósarunn með rótum og öllu saman hátt — hátt upp í loftið. Pá voru áflogin miklu úti á Grænuflöt eða kringum »hestinn« á Kóngsins Nýjatorgi; þaðan hélt hann votur og útataður á fljúg- andi ferð upp Austurgötu milli fótanna á mönnum, nuggaði sér upp við pilsin og buxnaskálmarnar, ruddi öldruðum konum og börnum um koll, hafði ótakmarkaðan tárétt til beggja handa, skauzt svo ýmist inn í húsagarðana og upp eldhúströppurnar á eftir ketti, eða kom öllu í skelfingu og uppnám með því að taka fyrir kverkarnar á gömlum óvin, sem hann mætti; og stundum gat Tryggur haft það til, að nema staðar frammi fyrir stúlkubarni, sem var að erinda eitthvað fyrir móður sína, stinga svarta trýninu beint framan í hana og gjamma ineð galopnum skoltinum: vóv — vóv — vóv! Pað var sjón að sjá barnkindina! hún varð blá í framan, handleggirnir héngu máttvana niður, eins og þeir væru stirðnaðir, hún tifaði með fótunum, og hljóðið sem hún rak upp, kafnaði í kverkunum. En fullorðna kvennfólkið á götunni ávítti hana og sagði: »Skárri er það nú bjáninn, barnunginn! — hvernig geturðu farið að verða hrædd við svona fallegan og inndælan hund! hann var bara að leika sér við þig; líttu á hvað hann er stór og geðsleg- ur: — viltu ekki klappa honum.G En stúlkubarnið var alls ekkiáþví; og þegar hún kom heim til mömmu sinnar, hafði hún enn þá grátstaf í kverkunum. En hvorki mamma hennar né læknirinn gátu seinna meir botnað í, hvernig á því stæði, að þetta glaðlynda og röska barn skyldi,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.