Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Síða 54

Eimreiðin - 01.05.1905, Síða 54
134 hálfum bjór, þegar á daginn leið. Og þetta voru stööug útgjöld fyrir maddömu Hansen, og við þau bættust önnur. Á hverju kveldi keypti hún sér stórt vínarbrauð sykrað. Hún neytti þess ekki sjálf; það var heldur ekki handa krökkunum; enginn botnaði í, hvað hún gerði við það, og enginn gerði sér heldur neina rellu út úr því. — Væri engin von um hálfa bjóra, spígsporaði lögregluþjónninn Fróði Hansen með kóeffisíentinn sinn og embættissvip fram og aftur um götuna. Yrði þá Tryggur eða einhver annar af vinum hans meðal hundanna á vegi hans, nam hann ætíð lengi staðar, til þess að klóra honum á bak við eyrað. Og meðan hann var að horfa á, með hve mikill ófeilni hundarnir hegðuðu sér á göt- unni, var honum sönn ánægja að því, að rjúka bálharður í ein- hvern veslings manngarminn og rita hjá sér nafn hans og bústað fullum stöfum, af því hann hefði leyft sér að kasta umslagi í skolp- rennuna. II. Að áliðnu hausti var miðdegisveizla hjá stórkaupmanninum; alt hans fólk var fyrir löngu flutt heim úr sveitinni. Samtalið var lengi vel dauft og samhengislaust, unz alt í einu kom skrið á það, svo það varð eins og rjúkandi fossfall. Því við þann enda borðs- ins, er frúin hafði sæti, hafði þeirri spurningu verið hreyft: hvort það gæti kallast fín dama — reglulega fín dama, sem kunnugt væri um, að hún hefði á eimskipi lagt fæturna upp á knakk — með litla skó, í útsaumuðum sokkum. Og — þó furðu gegndi, þá voru allir þegar komnir að fastri niðurstöðu og sögðu sínar eindregnu skoðanir, eins og hver ein- stakur af hinum viðstöddu hefði varið helmingnum af æfinni til til að íhuga þessa spurningu. Þessar eindregnu skoðanir rákust hvorar á aðrar, var kollvarpað, voru teknar upp aftur og aftur feldar með vaxandi ákafa. Við hinn endann á borðinu tóku menn ekki þátt í þessari fjörugu samræðu. í nánd við húsbóndann sátu mestmegnis eldri menn, og þó borðdömur þeirra brynnu í skinninu eftir að leysa úr spurningunni og kveða upp fullnaðarúrskurð, með því að láta uppi sína eindregnu skoðun, urðu þær þó að sleppa því, af því að þeir, sem bezt gengu fram í þessari fjörugu samræðu, voru

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.