Eimreiðin - 01.05.1905, Síða 55
«35
fáeinir ungir kandídatar alveg niður við borðsenda hjá frúnni, og
fjarlægðin var of mikil.
»Eg held ég hafi ekki séð stóra, gula kvikindið í dag«, sagði
kandídat Viggó Hansen hálfönuglega, eins og honum var títt.
»Nei, því miður! — Tryggur er ekki heima í dag. Greyið
að tarna! — ég hef neyðst til að biðja hann að gera mér miður
þægilegan greiða«. — Kaupmaðurinn talaði ætíð um Trygg eins
og velmetinn viðskiftavin.
»Pér reynið á forvitni mína. Hvar er blessuð skepnan?«
»Já — frú mín góð! — það er nú leiða sagan að segja frá
því — það veit hamingjan. Pví — sjáið þér til — það hefir verið
stolið af kolabirgðunum okkar úti á Kristjánshöfn«.
• Drottinn minn góður! — stolið!«
»Líklega hefir þjófnaðurinn átt sér stað um alllangan tíma«.
»Hafið þér þá tekið eftir, að kolabirgðirnar minkuðu?«
En þá gat kaupmaðurinn ekki að sér gert að hlæja, sem hon-
um þó sjaldan varð: »Nei, nei! — kæri herra læknir! — fyrir-
gefið, að ég hlæ; en þér spyrjið sannarlega einfeldnislega. Sem
stendur er þar hrúgað upp nálægt ioo þúsund tunnum af kolum,
svo þér getið skilið, að það þarf ekki að vera neitt smáræði
til þess —«.
»Pað yrði að stela frá morgni til kvelds með tveim hestum
fyrir«, sagði ungur verzlunarmaður, sem var fyndinn.
Kaupmaðurinn hélt áfram, þegar hann var búinn að hlæja lyst
sína: »Nei — sjáið þér til! — þjófnaðurinn komst upp við það,
að ofurlítið snjóaði í gær«.
»Hvað? — snjóaði — í gær? Ekki hefi ég orðið þess vör«.
»f*að var heldur ekki á þeim tíma dagsins, þegar við erum
á ferli — frú mín góð! en mjög snemma um morguninn snjóaði
dálítið í gær. Og þegar verkamenn mínir komu að kolabirgðun-
um, sáu þeir verksummerki eftir þjófinn eða þjófana. Pað kom
þá í ljós, að tvær fjalir voru lausar í skíðgarðinum, en svo hag-
lega fyrir komið, að enginn gat tekið eftir því. Og gegnum þá
rifu hefir svo þjófnaðurinn verið framinn nótt eftir nótt; — er það
ekki skömm og svívirðing?«
»En hefir þá herra kaupmaðurinn engan varðhund?*
»Jú, það hefi ég reyndar; en það er ungur rakki — raunar
af ágætu kyni — víghundsblendingur — og hvernig í skollanum
sem þessir bófar fara að því, þá lítur samt út fyrir, að þeir komi