Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Side 60

Eimreiðin - 01.05.1905, Side 60
140 ekki geta orðið í mesta máta byltingaæsandi og hættulegt fyrir þjóðfélagið?* »Ja — drottinn minn góður! þetta er þá hreinn og beinn byltingaþorpari!« kallaði amma gamla. Flestir tautuðu líka óánægðir; þetta gengi úr hófi; það væri ekkert gaman að þessu framar. Aðeins sárfáir héldu áfram að hlæja: hann meinar ekki vitund með því, sem hann segir; þetta er bara ávana háttalag hjá honum; — skál Hansen! En húsbóndinn tók því með meiri alvöru. Hann hugsaði til sjálfs sín, og hann hugsaði til Tryggs. Með ískyggilegri kurteisi hóf hann þannig máls: »Mætti ég fyrst og fremst leyfa mér að spyrja, hvað herra kandídatinn skilur við skynsamlegt jafnaðarhlutfall milli afbrots og hegningar?« »Til dæmis«, svaraði Viggó Hansen, sem nú gat ekki ráðið sér lengur, »ef ég heyrði sagt frá kaupmanni, sem ætti 2—300 þúsund tunnur af kolum, að hann hefði neitað fátækum vesaling að fylla pokann sinn, og að þessi sami kaupmaður hefði verið rifinn sundur af ólmum dýrum, — sko, þá væri það nokkuð, sem ég gæti látið mér vel skiljast; því á milli slíks mannúðarleysis og svo grimmilegrar hegningar væri þó skynsamlegt jafnaðarhlutfall —« »Dömur mínar og herrar! við hjónin biðjum ykkur að gera ykkur nú ánægð með borðhaldið. Verði ykkur að góðuU það var töluvert launpískur og mas og fremur dauft hljóð í gestunum, meðan þeir voru að dreifa sér um stofurnar. Jafnskjótt og húsbóndinn hafði lokið við að óska hverjum einstökum matblessunar, reikaði hann til og frá með þræsnu brosi til að leita uppi kandídat Hansen og vísa honum með skýlausum orðum á dyr — um aldur og æfi. En þess þurfti ekki við; Viggó Hansen hafði ratað á þær af sjálfsdáðum. III. Fað var rétt, sem kaupmaðurinn hafði frá sagt um snjóinn. Pó þetta væri svo snemma vetrar, féll dálítill krapasnjór undir morgunsárið marga daga í röð; en það varð að regnúða, þegar sólin kom upp. Annars var þetta þvi nær eina markið um að sól væri á lofti;

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.