Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Page 62

Eimreiðin - 01.05.1905, Page 62
142 steypast niður í vatnsrennurnar með ákaflegu slokhljóði, eins og steinhúsin sjálf væru að snökta í svefnrofunum. Dálítil syfjuð morgunbjalla hringdi yfir á Hólminum; hingað og þangað lukust upp dyr, og út kom hundur til að gelta. Glugga- tjöld voru dregin upp og gluggar opnaðir. Stofustúlkan var að taka til þar inni við blaktandi kertaljós; í hallarglugganum lá borða- lagður hirðþjónn og var að bora upp í nefið á sér í morgun- svalanum. Pykk þoka grúfði yfir höfninni og hékk aftur í reiðum stór- skipanna eins og í skógi; regn og krapahnoðrar gerðu hana enn þykkri; en austanvindurinn þjappaði henni inn á milli húsanna og fylti alt Amalíuborgar-svæðið, svo að Friðrik 5. sat eins og hann væri uppi í skýjunum og sneri tígulega nefinu áhyggjulaus á móti kirkjunni sinni hálfgerðu. Nú tóku fleiri syfjaðar bjöllur að láta til sín heyra; eimblístra ein rak upp djöfulshátt gaul. I drykkjukránum, sem »lokið er upp fyrir hringingu«, var þegar farið að taka til morguntíða með heitu kaffi og brennivíni; stúlkur með flaksandi hár eftir næturslarkið komu út úr farmannahælunum við Nýhöfn og fóru að fægja glugga hálfsofandi. Pað var hræmulega hráslagalegt, og þeir, sem áttu leið yfir Kóngsins Nýjatorg, flýttu sér fram hjá 0hlenschlæger, sem settur hafði verið fyrir utan leikhúsið tneð flibbana fulla af snjó, sem bráðnaði og rann niður í höfuðsmáttina á skyrtunni hans. Vinnan, sem alstaðar lá og beið, tók nú að gleypa þá mörgu, smávöxnu, dökku svipi, sem birtust snöggvast syfjaðir og nötr- andi og hurfu svo hingað og þangað um bæinn. Og það varð næstum krökt á götunum af kyrlátum moranda; sumir hlupu, aðrir drögnuðust áfram — bæði þeir, sem áttu að fara niður í kola- skipin, og þeir, sem áttu að klifrast upp til að gylla hreðkur keisar- ans á Rússlandi, og þúsundir annarra, sem gleyptir voru af alls- konar vinnu. Og vagnarnir tóku að skrölta, kallarar að hrópa og vélarnar yptu olíusmurðum öxlum og sveifluðu hjólum sínum suðandi og marrandi. Og smámsaman fór að þjóta í hinu þunga og þykka lofti af gnauðandi gný frá vinnu allra þeirra þúsunda, sem teknar voru til starfa; dagurinn var byrjaður; hinir glöðu Hafnarbúar voru vaknaðir. Lögregluþjónninn Fróði Hansen nötraði af kulda alveg inn að

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.