Eimreiðin - 01.05.1905, Qupperneq 64
44
En þegar Valdimar kom, sagði hann með spekingssvip, að
auðsætt væri, að Trygg þætti sér hafa verið misboðið.
Pau þyrptust nú öll utan um hann með bænum og afsökun-
um og blíðyrðum; en Tryggur leit kuldalega á þau, hvort eftir
annað; það var einsætt að Valdimar átti kollgátuna.
Pyri stökk þá út, til að sækja föður sinn, og kaupmaðurinn
kom inn með alvörusvip og dálítið hátíðlegur í bragði. Hann var
nýbúinn að fá fregnir um það frá skrifstofunni gegnum talsfm-
ann, hve vel Tryggur hefði gætt kolabirgðanna, og hann kraup
nú niður á ofnábreiðuna fyrir framan Trygg og þakkaði honum
af hrærðu hjarta fyrir þennan mikla greiða.
Við þetta blíðkaðist Tryggur dálítið.
Kaupmaður sagði nú konu sinni og börnum frá — alt af á
hnjánum og með hönd sína um löppina á Trygg —, hverju fram
hefði farið um nóttina. Að þjófurinn væri gjörspilt kvennsvift —
af allraversta tægi, sem hefði meira að segja — hver skyldi trúa!
rekið allmikla kolaverzlun með stolnu kolin. Hún hefði verið svo
slungin, að múta unga varðhundinum með sætum brauðbita; en
það hreif nú náttúrlega ekki við Trygg.
»Og þetta minnir mig á, hve oft ein ónefnd persóna, sem
ég vil ekki nefna, var að bulla um, að það væri synd og skömm,
að kvikindi skyldi hafna brauði, sem margur maðurinn mundi
þakka fyrir að fá. Má nú ekki sjá, hvaða gagn er að þvíf Ein-
mitt af því hann Tryggur hafði þennan — hm! þennan eiginleika,
varð honum unt að ljóstra upp viðbjóðslegum glæp, að styðja að
því, að illgjörðin sætti réttlátri hegningu, og vinna þannig bæði
okkur og þjóðfélaginu gagn«.
»En heyrðu pabbi!« kallaði froken Pyri, viltu ekki lofa mér
einuf«
»Hvað er það? — barnið mitt!«
»Aö þú aldrei framar krefjist neins slíks af Trygg; lofaðu
þeim heldur að stela dálitlu«.
»Því lofa ég þér — fyri! — og þér líka Tryggur minn góði«,
sagði kaupmaður og stóð upp með metnaðarsvip.
»Tryggur er svangur«, sagði Valdimar með spekingsbragði.
»1 hamingju bænum Þyri! sæktu sem fljótast kóteletturn-
ar hans«.
Pyri ætlaði að þjóta út í eldhúsið, en í sömu svifunum kom
Stína með þær másandi. —