Eimreiðin - 01.05.1905, Side 69
149
Af því svo mikið hefir verið ritað í ísl. blöðum um Pál Briem
heitinn, hefir Eimr. að þessu sinni horfið frá að flytja æfiágrip hans,
þó svo væri til ætlast í fyrstu, en flytur í þess stað framanskráða sam-
ræðu til minningar um hann ásamt mynd hans. Auk þess verður það
hægra, þegar frá líður, að skvra nákvæmlega frá æfistarfi hans og lífs-
ferli. að minsta kosti fyrir þá, sem næst honum stóðu í skoðunum. Því
meðan söknuðurinn yfir missi hans, eins hins allrabezta af sonum landsins,
er jafnnýr og sár, getur víst margur sagt eins og Egill Skallagrímsson,
er hann orti um sonamissinn: »Mjök erumk tregt tungu at hræra«.
RITSTJ.
Ritsj á.
BUNAÐARRIT 18. ár. Útgefandi Búnaðarfélag íslands. Rvík 1904.
Búnaðarfélagið hefur á seinni árum fengið svo mikið fé til um-
ráða og hefur svo mikið að segja um alt, sem gjört er til viðreisnar
og eflingar íslenzkum landbúnaði, að svo má heita, að það sé orðið
einskonar íslenzkt landbúnaðarráðaneyti. Búnaðarritið væri því all-
merklegt rit og girnilegt til fróðleiks, hverjum þeim er vill fylgja með
í búnaðarframförum íslands, þótt ekki væri annað í því, en skýrslur
um gjörðir félagsins. En því fer fjarri að það sé hið eina góðgæti,
er Búnaðarritið ber á borð fyrir lesendur sína. Nei, þar kennir margra
grasa.
Að þessu sinni hefur ritið sérstaklega snúið sér að húsagjörðar-
málinu. Verður því ekki neitað, að þar er eitt af þeim málum, sem
erfitt er að ráða til lykta, svo vel fari, en jafnframt eitt af þeim, sem
minsta bið þola. Af þeim, er tekið hafa til máls um þetta efni, skal
fyrstan telja verkfræðing landsins Jón Þorláksson. Hann hefur rit-
að tvær ritgjörðir, sem hvor er annarri betri, ljóst og lipurt ritaðar og
af mikilli þekkingu. í fyrri ritgjörðinni, »Kuldinn og rakinn«, vegur
höfundurinn að heilum her af gömlum hleypidómum og röngum skoð-
unum og leggur þær allar að velli með hárbeittum rökum vísinda- og
reynslusanninda 1 seinni ritgjörðinni, »Pappaþök og pappatorfþök«
lýsir hann svo ljóst og greinilega umræddum þökum og hvernig eigi
að leggja þau, hirða o. s. frv., að hver má sjálfum sér um kenna, ef
þess háttar þök reynast illa á íslandi hér eftir. Guðm. G. Bárð-
arson ritar: »Hugleiðingar um húsagjörð«. þar eru margar ágætar
bendingar um, hvernig gera megi torfhús endingarbetri, þægilegri og
vistlegri, en nú gjörist, en halda þó hinum ágætu kostum þeirra, hlý-
indunum, og hve ódýr þau eru. Hvort allar tillögur hans um torf-
húsagjörð eru hagfeldar og framkvæmanlegar, úr því verður reynslan
að skera.
Af öðrum ritgjörðum vil ég nefna allýtarlegar og skynsamar
»Athugasemdir« Vigfúsar Guðmundssonar, »um áburð, áburðar-
hús og safngryfjur«. I’að verður aldrei hógsamlega brýnt fyrir bænd-