Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Síða 70

Eimreiðin - 01.05.1905, Síða 70
148 Hvað margir íslendingar mundu hafa hagað sér eins og Vilhjálmur? Hvað margir íslendingar mundu standast árásir nánustu ástvina sinna og almenningsálitsins í ofanálag — árásir fyrir það, að þeir séu ósjálf- stæðir stórglæpamenn? íslendingar þola töluvert af skömmum, þegar þeir fara að venjast þeim. En fæstir þeirra standast brigzl um ósjálf- stæði. Svo er líka óspart gengið á lagið. Hvenær sem á því fer að bera, að tveir menn vilji vera í verulegri samvinnu, til þess að fá ein- hverju framgengt, þá dynja brigzlin um, að annar teymi hinn. Stund- um ber mönnum ekki saman um, hvor þeirra sé ósjálfstæður, en annar- hvor þeirra á að sjálfsögðu að vera það. íslendingar leggja kapp á að varast þessi brigzl. Þeim er mjög gjarnt til að sýna mönnum, að þeir séu sjálfstæðir — sýna það á þann hátt að varast að vera þeim sammála, sem í raun og veru standa þeim sjálfum næst í skoðunum. Auðvitað verður úr þessu hættuleg ósjálfstæði, mælti Páll Briem ennfremur. Sönn sjálfstæði er ekki fólgin í neinu öðru en því, að standa við sannleikann — það, sem maðurinn sjálfur eftir vandlega og samvizkusamlega íhugun telur vera satt og rétt — hvaðan sem sann- leikurinn er runninn og hverjar afleiðingar sem hann hefir. Þessi löngun til að sýnast sjálfstæður á ekkert skylt við sanna sjálfstæði, er henni ger- samlega andstæð. Og venjulegast fer svo, að þeir, sem mest hafa af þessari löngun lenda þar, sem verst gegnir. Þeir sigla út í óvissu, af því að þeir hafa ekki sannleikann fyrir leiðarstein; og svo ber bátinn að jafnaði þangað, sem hafgúan syngur samvizkulausast. — — — Þetta atriði bar margoft á góma hjá okkur eftir þetta. Páll Briem hafði óvenju-glögt auga fyrir þessari löngun til að sýnast sjálfstæður, hvar sem hún kom fram, og mjög ríka óbeit á henni. Sönn sjálfstæði var svo rótgróin í eðlisfari sjálfs hans, að honum veitti örðugt að sætta sig við sjálfstæðis-fölsunina hjá öðrum. Hann gerði beinlínis tilraunir á mönnum um þetta efni. Frá einni þeirri tilraun skal ég segja. Við vorum einu sinni sem oftar að tala um Njálu. Ég lét þess þá getið, að íslendingar mundu alment ekki telja Gunnar á Hlíðarenda hygginn né sjálfstæðan mann; að minsta kosti hefði ég heyrt það. Þar á móti væri Skarphéðinn talinn hafa haft báða þessa kosti. »Af hverju ráða menn það?t spurði Páll Briem. »Menn ráða það af því, að Gunnar á Hlíðarenda fór ávalt að ráðum Njáls; en Skarphéðinn fór sinna ferða«. Daginn eftir kom Páll Briem heim til mín brosleitur. »Ég spurði í gær gáfaðan og mentaðan mann að því, hvor hann héldi, að hefði verið sjálfstæðari, Gunnar á Hlíðarenda eða Skarphéðinn«, mælti hann. »Hveiju svaraði maðurinn?« spurði ég. »Hann sagði, að auðvitað hefði Skarphéðinn verið sjálfstæðari; Gunnar hefði aldrei annað gert en farið að ráðum Njáls«. Já — Gunnar varaðist vond ráð og fór að ráðum Njáls; hann breytti aldrei annan veg en góðum dreng sómdi. Hann var ósjálf- stæður! Skarphéðinn lenti í klónum á Merði, þegar um mest var teflt, en varaðist að vera föður sínum alveg sammála. Hann var sjálfstæður! EINAR HJÖRLEIFSSON.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.