Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Síða 72

Eimreiðin - 01.05.1905, Síða 72
152 hafa tekið sér fyrir hendur að gefa út á íslenzku. Er það einkarvel ráðið, því sögur þessar eru flestum betur fallnar til að svala lestrar- fýst manna og söguþorsta. Þær eru í einu bæði fræðandi, skemtandi og spennandi, og framsetningin svo alþýðleg og aðlaðandi, að þeim svipar að því leyti mest til fornsagna vorra og þjóðsagna. Getur þvi' vart hentugri bók til kvöldvökulestra fyrir fólkið, er það situr við vinnu sína í baðstofunni, en einmitt þessa, því af sögum þessum munu allir yndi hafa, jafnt gamlir sem ungir, jafnt lærðir sem ólærðir. Þeim er líka svo fyrir komið, að hægt er að skifta þeim niður á vökurnar, og líka gera hlé á milli á hverri vöku og skeggræða um efnið og við- burðina og hvemig það og það muni fara, eins og oft hefir títt verið við vökulestra á íslandi Pannig er þessu fyrsta bindi, sem er um þijátíuára-stríðið og Gústaf Adólf, heljukonunginn mikla, skift í þrjár sögur eða meginþætti (»Hringurinn konungsnautur« — »Sverðið og plógurinn« — »Eldur og vatn«), og svo hverjum þætti aftur í marga smærri kafla með sérstakri fyrirsögn, en þó alt þannig samanofið, að úr því verður ein heild eða samanhangandi saga. En miklu skiftir hver á heldur og á það ekki sízt við þýðingu á slíkum sögum sem þessum. I’að er ekki hvers manns meðfæri að snúa þeim á íslenzku, svo að vel fari og þær njóti sín. En í því efni hafa útgefendurnir verið hepnir, því þýðingin er yfirleitt svo frábærlega vel af hendi leyst, að auðséð er, að sá kló, sem kunni. Hún er líka eftir skáldið okkar góðfræga séra Matthías Jochumsson, sem flestum betur hefir tök á íslenzkri tungu, þegar hann vill það við hafa. Ef hann væri að sama skapi vandvirkur sem hann er orðhagur og smellinn, þá yrðu ekki margir hans jafnar. En mein er það, hve gjarnt honum er að setja eignarföll nafnorða og eignarfornöfn á undan þeim orðum, sem þau eiga við, svo að dönskukeimur verður að setningunum, og fer þessi þýðing heldur ekki varhluta af þeim óvanda (t. d. bls. 4: »í hans hugmyndagöng«, g: »sinna rógkvitta«, 10: »í hans brjósti«, 16: »ell- innar fönn«, 17: »úr ástarinnar snöm« o. s. frv.). Einstöku sinnum bregður og fyrir dönskum orðum (t. d. 72: »dúskur« f. skúfur) og miður smekklegum þýðingum (t. d. 160: »flatþýzka« f. »lágþýzka«, sem hann þó líka brúkar á bls. 250). Þá er og »þrepskjöldur« (179) fáfræðisorðskrípi, sem ætti ekki að sjást, í staðinn fyrir »þröskuldur«, sem er eina rétta myndin af því orði. — En þegar þessir og þvílíkir smágallar eru frá skildir, þá er málið á þýðingunni svo fjörugt og leik- andi, að vel má um M. J. segja eins og kveðið var forðum um annað góðskáld vort og ritsnilling: Úr fjörugu máli fegri sprett hjá þér bæði lipurt og létt fékk ei neinn af sveinum; lá það á kostum hreinum. En þó bókin sé afbragð og þýðingin ágæt, þá er sá galli á gjöf Njarðar, að frágangurinn á prófarkalestrinum er fráleitur víða hvar. Alkunn staðanöfn og manna eru herfilega afbökuð og auk þess mis- munandi sitt í hvert sinn (t. d. Núrnberg ýmist ritað Numbcrg (109) eða Nurnbcrg, Lútzen ritað Lutzen (109), Luscn (168) eða Luzen (207), Loyola ritað Leyola (224) o. s. frv.). Þá eru latnesku klausurnar vfð- ast hvar svo bjagaðar, að úr þeim verður helber vitleysa (t. d. bls. 33:

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.