Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Page 73

Eimreiðin - 01.05.1905, Page 73
153 vas f. vos, 62: vohmtastua f. voluntas tua, 230: infemalis—pluvimum f. infernalis — plurimum o. s. frv.) og sama er með þau fáu þýzku orð, sem fyrir koma (t. d. 222: Dormer —, en 227: Domner — f. Donner —). En íslenzku orðin fara heldur ekki varhluta af vankunn- áttu prófarkalesarans. í’annig er ritað móbir (47) og dóttir (131, 169, 203) í þolfalli og eignarfalli (141, 156), en aftur dóttur (249) í nefni- falli, kerlinguna (226) f. kerlingum, kom ungur (245) f. kornungur, birkiberk (136) f. birkiberki. Hvað nfengib sinn fulla krafa« (188) á að vera, er ómögulegt að botna í. Þá er og stafsetningin oft bæði röng og sjálfri sér ósamkvæm, t. d. hæbst 5, 10 (f. hæst), skykkju 58, pirma 239, stjörnuskyn, tunglskyn 190 (y f. i) beigbi 136, h'ieygja 125 og hnegja 185 (f. beygði, hneigja), fjárhyrsla 66 (f. fjárhirzla, rétt 229) o. s. frv. Vonandi er að útgefendurnir sjái um, að þess konar gallar verði ekki á hinum fjórum bindunum, sem eftir eru. Því ekki efumst vér um, að almenningur verði svo sólginn í þetta fyrsta bindi sagnabálks- ins, að þeir sjái sér fært að halda útgáfunni áfram, unz verkinu er öllu lokið. V. G. JÓN FRIÐFINNSSON: TÓLF SÖNGLÖG. Rvík 1904. I’að er ekki við því að búast, að á meðal okkar íslendinga rísi upp tónskáld, sem nokkuð verulegt kveður að. Varla er það þó af því, að við séum sneyddir þess konar skáldskapargáfu, heldur af hinu, að okkur vantar alt annað. Þess er ekki einu sinni kostur á íslandi, að afla sér þekkingar á grundvallaratriðum þeirrar sérmentunar, sem nauðsynleg er til þess, að geta ort listmæt tónljóð, og erfiðleikarnir á því að afla sér hennar erlendis eru svo miklir, að okkur er það flestum ofvaxið fyrir fátæktar sakir. Ég hef á síðustu árum haft tæki- færi á að sjá talsvert af lögum, sem menn hingað og þangað út um land hafa samið. Mörg af þeim bera vott um meiri eða minni hæfi- leika, en öll um meiri eða minni, oft algerða, vöntun á þekkingu, »tekník «. Höf. þessa heftis, sem hér er um að ræða, hefir sjálfsagt ekki, freraur en aðrir, farið varhluta af þeim erfiðleikum, sem ég hef rninst á að ofan, þótt hann hafi dvalið nokkurn tíma í Ameríku. Lögin hans bera það með sér, og þó eru þau, að því er frágang snertir, með því betra er vér eigum að venjast. Lakast er, að höf. virðist liggja svo lítið á hjarta. Ég hef ekki dottið ofan á nokkurt »mótív«, sem mig hefir langað til að nema staðar við og heyra aftur. Þetta eru sömu hugsanirnar, sem við þekkjum allir úr Jónasar heftunum. Ég óska höf. þess, að honum takist með vaxandi þekkingu, æf- ingu og gagnrýni að gera bragarbót. V. E.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.