Eimreiðin - 01.05.1905, Qupperneq 74
154
íslenzk hringsjá.
EISLANDBLÚTHEN. Ein Sammelbuck neuislándischer Lyrik von J, C.
Poestion. Leipzig und Miinchen 1905. (Tileinkuð íslenzku þjóðinni).
»Heill sé þér mikli Milton íslenzkra! fyr ég aldregi fátækt reiddist—« datt
mér ósjálfrátt í hug, þegar ég opnaði þessa bók — hina síðustu af hinum mörgu
ágætu ritum höfundarins um land vort og bókmentir þess Þessi bók kórónar
hma miklu og merkilegu starfsemi Poestions, þó að vandi sé að segja, hvort þessi
bók sé meira stórvirki en »Islándische Dichter der Neuzeit«. Hann einn, sem samið
hefur bækurnar, getur skorið úr því. Hitt er víst, að í augum skálda og lista-
manna stendur þessi bók ólíku hærra en hin umfangsmikla krítiska bók hans,
því að í þessari bók sýnir höf. fyrst til fulls, hve ágætur þýðari hann er, þ. e.
skáld og listamaður. Því að eins og hann þýða engir nema útvaldir listamenn:
svo mörg kvæði eftir svo marga höfunda, og það íslenzka. Eins og hinir beztu
í^jóðverjar, sem ritað hafa um bók þessa — og fjöldi fagurfræðinga hafa minst
hennar með lofsorðum — allir taka fram, er miklu meiri vandi að snúa íslenzkum
kvæðum á erlend mál, heldur en úr nokkru öðru evrópumáli — eigi þýðingin vel
að takast. En þeim ber ölluin saman um, að yfirleitt séu þýðingar Poestions
ágætar, og eins til »aflestrar« »eins og væri kvæðin frumkveðin á þýzkri tungu«.
Þetta er geysi-mikið hrós. eins og málið er vaxið, og flestum af oss íslendingum
nálega óskiljanlegt. Eg hefi, því miður, ekki enn þá haft tíma til að rannsaka og
saman bera, nema svo sem helming hinna þýddu kvæða; en eftir því að dæma,
sem ég hefi yfirfarið, felst ég á þennan almenna dóm í’jóðverja — að því einu
undanskildu, að mismunur máls- og kveðskaparlistar höfunda vorra birtist óvíða sem
skyldi. En þann galla getur og enginn þýðari, liversu mikill snillingur sem liann
væri, umflúið til hlítar — svo torveld er íslenzk tunga og »tekník«. Aftur hefur
víst engum útlendum manni tekist yfirleitt eins vel og P. að þýða erfið íslenzk
kvæði. í*að væri hægt að sýna list P. í þessa stefnu, sem ég á við, með mörgum
dæmum. En hér er ekki tóm til þess, enda eru þeir of fáir, sem bæði málin skilja
til gagns. Nú skal bent með fáeinum orðum á efni bókarinnar. Fyrst er for-
máli. Gerir höf. þar grein fyrir aðferð sinni og ástæðum, einkum hvað því valdi,
að hann hafi þýtt fleiri eða færri kvæði hinna ýmsu höfunda, að hann, sem sé, hatí
víða orðið að velja léttari kvæði minni skálda í stað þyngri eftir meiri skáld, af
eðlilegum orsökum, þar sem svo rriargt og mikið skyldi þýða, og það fyrir þýzka
lesendur. Bókin skyldi vera skáldleg myndabók, sem fylgja ætti »Lands- og
lýðfræði íslands«, (o; bók hans: »Island. Das Land und seine Bevvohner,
Wien 1885«). — í*á kemur inngangur þýðinganna, »Kulturhistorische Skizze«,
eða þjóðmenningarsögu ágrip, bls. XI—XLIV. ]?etta yfirlit er stuttort, en bæði
skarplega skrifað og skemtilega. Höf. er orðinn svo þaulæfður í að rita um þetta
efni, að það leikur í höndum hans, og — samt fer honum fram og aldrei hefur hann,
ef til vill, betur lýst oss, að m. k. aldrei með nákvæmari skilningi á kjarna og
þræði siðmenningar vorrar, en nú. Ylur hans og velvild til hinna beztu og alls hins
bezta, sem vér eigum og átt höfum, hefur og aldrei komið betur fram. Yfirleitt vil
ég segja, að svo eru ályktanir hans um menn og málefni skarpar og óhlutdrægar,
að ég þekki enga innborna menn meðal vor, er færir mundu framar að komast.
Vandvirknin er fyrirtak, og nálega er óskiljanlegt, hvernig maður suður í Vínarborg