Eimreiðin - 01.05.1905, Page 79
159
Hann fer og nokkrum orðum um sögu þessa hljóðfyrirburðar og hljóðsambandanna
rn og nn, er mikið hefir verið um ritað í vísindabókum, en þó aldrei verið lýst
til hlítar. Þriðji kaflinn í ritgerð hans er um uppruna ýmissa sagnmynda, t. d
ftið, merð, lest og þess konar, og ber sú rannsókn eins og öll ritgerðin vott um frá-
bæra þekkingu á öllum heimildarritum, er lúta að hinni lifandi tungu, sem hann,
enn sem komið er, er einn um að rannsaka málfræðislega. Er og auðsætt, að hann
hefir mjög bygt á eigin söfnum og athugunum frá þeirri tíð, er hann dvaldi á
íslandi. í>ó ritgerð þessi sé ekki stór, er hún þó dýrmæt viðbót við þá grein
norrænnar málfræði, er hún hljóðar um. H. K. H. B.
UM FEKÐ SÍNA Á ÍSLANDI sumarið 1903, sem þau hjónin Norden-
streng hafa þægilegar endurminningar einar um eftir heimkomu þeirra til Uppsala,
hefir Finnlendingur þessi (0: Svíi frá Finnlandi, en ekki Finni, eins og stendur í
Ehnr. IX, 236) haldið alþýðufyrirlestra í ýmsum bæjum og bygðum í Svíþjóð. Hann
er nú kominn heim úr löngum leiðangri frá Norrlandi; en þangað var honum boðið
af stjórn alþýðufélaganna sænsku, til þess að fræða Svía í þessum afskektu héruð-
um um ísland að fornu og nýju, íbúa þess, alþýðulífið, þjóðerni og stjórnarfar þeirra,
og einkennir það meðferð Nordenstrengs á umræðuefni sínu, að hann með frábærri
þekkingu og einlægri hluttekningu lýsir þeim sterku áhrifum, sem hann hafi orðið
fyrir á íslandi, svo það minnir menn á Konráð Maurer Nordenstreng er sannur og
einlægur vinur íslands og hjartanlega ant um að vekja áhuga áheyrenda sinna bæði
á hinni frægu fornöld landsins, sem bezt kemur í Ijós í fyrirlestrum hans um íslend-
ingasögurnar, og einnig á framtíð og framfaramöguleikum íslands, sem ein-
mitt Svíar með sínum sérstöku þjóðareinkennum bera ágætlega skyn á. í báðum
þessum löndum liggja fólgin óþrjótandi efni og kraftar, sem vekja verður alþýðuna
til að sjá sem glöggast í hagfræðislegu yfirliti og eins og í skuggsjá framtíðarsjóna
einstakra manna, gegnum gleraugu sannra þjóðvina, sem draga ekki dul á, hve
mikið er ógert í þeim efnum. Fyrirlestrar Nordstrengs eru ekki smálega kryddaðir
með sýningum ágætra mynda af íslenzku landslagi, þjóðareinkennum, búningum og
einstökum þjóðkunnum mönnum. Sérstaklega ber hann hlýjan hug til alþýðlegra
bókmenta, og ekki sízt hins dýrðlega skálds í’orsteins Erlingssonar (sbr.
Eimreiðina X, 76). H K. H. B.
1J. THORODDSEN: HYPOTHESEN OM EN POSTGLACIAL LANDBRO
OVER ISLAND og Færöerne, set fra et geologisk Synspunkt. Ymer 1904, H. 4.
Hin síðustu árin hefir allmikið verið þráttað um, hvort ísland hafi verið land-
fast við Færeyjar og Skotland eftir ísöldina síðustu, og eru það sérstaklega grasa-
fræðingarnir, er hafa haldið þessu atriði á loft. Sumir grasafræðingar hafa haldið
þvi fram, að hinn núverandi jurtagróður, t. a. m á Færeyjum og íslandi gæti bent
í þá átt, að eyjar þessar hefðu verið landfastar við Norðurálfuna eftir ísöldina, ei»
aðrir grasafræðingar segja að plönturnar hafi borist til eyja þessara yfir höfin.
Að því er sjálfa landbrúna snertir, verða jarðfræðingarnir auðvitað að fella fullnaðar-
dóminn. Og svo er álitið, að áreiðanlegt sé, að þess konar landbrú hafi verið
fyrir ísöld. En hvort nokkur landbrú hafi verið eftir ísöld, verður jarðfræði íslands
að skýra. Pessi ritgerð prófessor Thoroddsens, er allra manna bezt þekkir jarð-
fræði íslands, er því »orð í tæka tíð«. Höf. kemst að þeirri niðurstöðu að engin
landbrú hafi verið eftir ísöldina.
H. J.